Segir Sólveigu Önnu sýna ofbeldishegðun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 15:02 „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ segir Friðjón Friðjónsson um orðræðu Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Friðjón Friðjónsson gagnrýnir orðaval Sólveigar Önnu Jónsdóttur, forystu Eflingar, í kjarabaráttunni og segir hana beita ofbeldishegðun. Hann segir að ef talað væri svona um fólk á vinnustað þyrfti að kalla til sálfræðinga. Sjálf gefur Sólveig Anna lítið fyrir ummæli Friðjóns, segir hann „miðaldra Sjálfstæðisprins“ og kallar eftir gagnrýni á það sem hún lítur á sem níðingsskap Samtaka Atvinnulífsins. Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira