Myndband af einni lyftu hennar fór á flug á netinu og hefur jafnframt hneykslað marga.
Linzay sést þar í réttstöðulyftu og gefa allt sitt í lyftuna.
Það verður eitthvað undan að láta hjá henni en það kom ekki annað til greina en að stöngin færi upp.
Á endanum fer að fossa blóð úr nefinu hennar og þegar stöngin fer upp þá sést hún fagna hlæjandi á meðan blóðið rennur yfir munn hennar.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið og er rétt að vara viðkvæma við því enda er það blóðugt.