Alfreð Finnbogason: Virkilega spennandi tímar framundan hjá landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2023 08:45 Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sem hann skoraði fyrir Lyngby Boldklub. Getty/Anders Kjaerbye Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Lyngby á móti stórliði Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Lyngby var þarna að vinna fyrsta heimasigurinn á tímabilinu og Alfreð er að koma sterkur til baka eftir meiðsli. Hann er líka jákvæður út í framhaldið með íslenska landsliðinu. Alfreð hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki á síðustu tveimur árum. „Vandamálið síðustu ár varðandi landsliðið hefur verið mín meiðslasaga, ég hef ekki verið heill heilsu fyrir landsliðsverkefnin. Ég snéri aftur í landsliðið í september á síðasta ári, það var gríðarlega gaman þó svo að það væri eins og ég væri að koma inn í nýtt lið,“ sagði Alfreð Finnbogason í viðtali í Fréttablaðinu. Alfreð er fimmti markahæsti leikmaður A-landsliðs karla frá upphafi með 15 mörk í 63 landsleikjum. Hann skoraði síðast fyrir landsliðið á móti Sviss á Laugardalsvellinum 15. október 2018. Íslenska landsliðið er að hefja leik í undankeppni EM 2024 seinna í þessum mánuði. „Það eru bara virkilega spennandi tímar framundan hjá landsliðinu, auðvitað er mikill munur á yngstu og elstu leikmönnunum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hluti gerist,“ sagði Alfreð. „Ég er mjög spenntur fyrir næstu landsleikjum sem og landsleikjaárinu framundan,“ sagði Alfreð. „Það eru möguleikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undankeppni og þetta mun ráðast á smáatriðum, eitt mark til eða frá í mikilvægum leikjum getur orðið rosalega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrst leikur í keppninni gríðarlega mikilvægur, án þess að ég sé að ýkja það eitthvað rosalega mikið,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur íslenska liðsins er úti í Bosníu 23. mars næstkomandi. Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Lyngby var þarna að vinna fyrsta heimasigurinn á tímabilinu og Alfreð er að koma sterkur til baka eftir meiðsli. Hann er líka jákvæður út í framhaldið með íslenska landsliðinu. Alfreð hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki á síðustu tveimur árum. „Vandamálið síðustu ár varðandi landsliðið hefur verið mín meiðslasaga, ég hef ekki verið heill heilsu fyrir landsliðsverkefnin. Ég snéri aftur í landsliðið í september á síðasta ári, það var gríðarlega gaman þó svo að það væri eins og ég væri að koma inn í nýtt lið,“ sagði Alfreð Finnbogason í viðtali í Fréttablaðinu. Alfreð er fimmti markahæsti leikmaður A-landsliðs karla frá upphafi með 15 mörk í 63 landsleikjum. Hann skoraði síðast fyrir landsliðið á móti Sviss á Laugardalsvellinum 15. október 2018. Íslenska landsliðið er að hefja leik í undankeppni EM 2024 seinna í þessum mánuði. „Það eru bara virkilega spennandi tímar framundan hjá landsliðinu, auðvitað er mikill munur á yngstu og elstu leikmönnunum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hluti gerist,“ sagði Alfreð. „Ég er mjög spenntur fyrir næstu landsleikjum sem og landsleikjaárinu framundan,“ sagði Alfreð. „Það eru möguleikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undankeppni og þetta mun ráðast á smáatriðum, eitt mark til eða frá í mikilvægum leikjum getur orðið rosalega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrst leikur í keppninni gríðarlega mikilvægur, án þess að ég sé að ýkja það eitthvað rosalega mikið,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur íslenska liðsins er úti í Bosníu 23. mars næstkomandi.
Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn