Mygludraugabanar geti fundið myglu þar sem þeir vilja Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2023 14:13 Hilmar Þór Björnsson arkitekt vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Vísir/Egill/Aðsend Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið. Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59. Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59.
Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira