Draugabær birtist undan snjónum eftir rýmingu svæðisins Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 07:01 Flestir eigendur fjarlægðu hjólhýsi sín af svæðinu síðasta haust. Enn á eftir að fjarlægja fimmtán hjólhýsi. Vísir/Vilhelm Enn á eftir að fjarlægja um fimmtán hjólhýsi af þeim um tvö hundruð sem voru í gömlu hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn. Mikið rusl eftir rýminguna hefur birst eftir því sem snjó hefur tekið að leysa á staðnum í hlýindum undanfarinna vikna. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir að til standi að ráðast í hreinsun á svæðinu á næstunni. „Það voru nokkrir sem höfðu heimild til að vera á svæðinu fram að síðustu áramótum, þó að flestir hafi fjarlægt hjólhýsi sín síðasta haust. Þá var allt á kafi í snjó og gat frosið. Við erum að fara að huga að því núna að benda þeim á að þeir þurfi að fjarlægja það sem þeir eiga eftir þarna á svæðinu. Við vonumst til að það klárist með vorinu,“ segir Ásta. Vísir/Vilhelm Fóru í fússi Sveitarstjórinn segir ljóst sé að einhverjir sem hafi fjarlægt hjólhýsi sín hafi skilið eitthvað af eigum sínum eftir á svæðinu. „Það verður bara hreinsað. Það fraus allt fast og snjóaði í kaf og er nú að koma undan snjónum. Það verður hugað að þessu á næstunni.“ Þá sé ljóst að einhverjir hafi farið í fússi og skilið eftir eitthvað sem þeir vildu ekki hirða. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók ákvörðun um það fyrir rúmum tveimur árum að loka skyldi svæðinu. Ákvörðunina mátti rekja til þess að öryggismál á svæðinu væru ekki í lagi, sér í lagi hvað varðar brunavarnir. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Íbúar mótmæltu margir ákvörðuninni harðlega. Vísir/Vilhelm Óljóst hvað verður um svæðið Ásta segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvað muni koma í stað hjólhýsabyggðarinnar. „Það hefur verið rætt um að fara í samráð við íbúa um hvað fólk vill sjá þarna. Það hefur ekkert verið unnið meira með það. Við vildum tæma svæðið áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vísir/Vilhelm Ásta segir framkvæmdina í heildina hafa gengið ótrúlega vel. „Það voru um tvö hundruð hýsi þarna og það eru fimmtán eftir núna, þannig að þetta hefur í raun gengið ótrúlega vel. Hún segir margir hafi verið óánægðir með ákvörðunina að láta loka svæðinu enda haft hagsmuni að gæta. „En mótmælin hafa nú lognast út af. Það voru margir sem að seldu og aðrir fundu sér annan stað fyrir hýsin sín,“ segir Ásta. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, leit við á Laugarvatni á mánudag tók myndirnar hér að neðan sem fylgja fréttinni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir að til standi að ráðast í hreinsun á svæðinu á næstunni. „Það voru nokkrir sem höfðu heimild til að vera á svæðinu fram að síðustu áramótum, þó að flestir hafi fjarlægt hjólhýsi sín síðasta haust. Þá var allt á kafi í snjó og gat frosið. Við erum að fara að huga að því núna að benda þeim á að þeir þurfi að fjarlægja það sem þeir eiga eftir þarna á svæðinu. Við vonumst til að það klárist með vorinu,“ segir Ásta. Vísir/Vilhelm Fóru í fússi Sveitarstjórinn segir ljóst sé að einhverjir sem hafi fjarlægt hjólhýsi sín hafi skilið eitthvað af eigum sínum eftir á svæðinu. „Það verður bara hreinsað. Það fraus allt fast og snjóaði í kaf og er nú að koma undan snjónum. Það verður hugað að þessu á næstunni.“ Þá sé ljóst að einhverjir hafi farið í fússi og skilið eftir eitthvað sem þeir vildu ekki hirða. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók ákvörðun um það fyrir rúmum tveimur árum að loka skyldi svæðinu. Ákvörðunina mátti rekja til þess að öryggismál á svæðinu væru ekki í lagi, sér í lagi hvað varðar brunavarnir. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Íbúar mótmæltu margir ákvörðuninni harðlega. Vísir/Vilhelm Óljóst hvað verður um svæðið Ásta segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvað muni koma í stað hjólhýsabyggðarinnar. „Það hefur verið rætt um að fara í samráð við íbúa um hvað fólk vill sjá þarna. Það hefur ekkert verið unnið meira með það. Við vildum tæma svæðið áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vísir/Vilhelm Ásta segir framkvæmdina í heildina hafa gengið ótrúlega vel. „Það voru um tvö hundruð hýsi þarna og það eru fimmtán eftir núna, þannig að þetta hefur í raun gengið ótrúlega vel. Hún segir margir hafi verið óánægðir með ákvörðunina að láta loka svæðinu enda haft hagsmuni að gæta. „En mótmælin hafa nú lognast út af. Það voru margir sem að seldu og aðrir fundu sér annan stað fyrir hýsin sín,“ segir Ásta. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, leit við á Laugarvatni á mánudag tók myndirnar hér að neðan sem fylgja fréttinni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23
Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent