„Mikið af tilfinningum í gangi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 23:00 Graham Potter varð í kvöld fyrsti enski stjórnn til að koma liði sínu áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu síðan 2010. EPA-EFE/Neil Hall „Ég er ekki viss, það var mikið af tilfinningum í gangi undir lokin,“ sagði Graham Potter, þjálfari Chelsea, eftir 2-0 sigur sinna manna á Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 og sótti stíft undir lok leiks. „Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjá meira
„Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjá meira