Í könnuninni var spurt: „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum?
Spurt var einnig hvort þáttakendur teldu að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum og af þeim 79 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru tveir þriðju á því að það ætti að banna það, eða 52 prósent.
Könnunin var gerð í öllum landshlutum dagana 16. - 27. febrúar. Úrtakið var 1822 manns og fjöldi svarenda 956 manns eða sem nemur rúmum 52 prósentum.
Nokkra breytingu má merkja í afstöðu frá því sem var í samskonar könnun Gallup hausið 2021. Þá voru rúmlega tvöfalt fleiri neikvæðir gagnvart sjókvíeldi en jákvæðir.
Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF), Íslenski Náttúruverndarsjóðurinn (IWF), Landssambandi Veiðifélaga og Laxinn Lifi skora á ríkisstjórn Íslands að hlusta á vilja þjóðarinnar og hverfa frá þeirri mengandi og skaðlegu starfsemi sem laxeldi í opnum sjókvíum er.
„Reynsla annara þjóða sýnir að umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru óásættanlegt og það er ekki réttlætanlegt að útrýma villtum laxastofnum og vistkerfum fyrir ofsagróða sjókvíaeldisfyrirtækja,“ segir í tilkynningu.
„Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir skýrt að regluverk og eftirlit með iðnaðinum er í molum og að hagsmunaverðir iðnaðarins hafa haft óeðlilega mikil áhrif á löggjöfina. Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þegar hafa grafalvarleg umhverfisslys átt sér stað. Helst ber þar að nefna sleppingu hjá Arnarlaxi þar sem 88.000 frjóir, norskir eldislaxar sluppu út úr einni sjókví út í íslenskt vistkerfi.“
Öll áform um stækkun iðnaðarins séu hrein aðför að náttúru landsins og villtum laxi, gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar.