„Hann var mjög hissa að fá símtal frá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 12:00 Ragnheiður Sveinsdóttir í leik með Haukum. Hér er hún í miðjunni með þeim Elínu Klöru Þorkelsdóttur og Sonju Lind Sigsteinsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Haukakonan Ragnheiður Sveinsdóttir var gestur í Kvennakastinu hjá Sigurlaugu Rúnarsdóttur og ræddi meðal annars þann tíma þegar hún skipti óvænt yfir í Val á miðju tímabili. Sigurlaug vildi fá að vita af hverju Ragnheiður skipti yfir í Val á sínum tíma en það kom mörgum á óvart enda búin að vera Haukakona alla tíð. „Þetta var 2020 þegar Covid kemur. Þetta byrjar eiginlega á því að ég meiðist illa á baki snemma á tímabilinu. Ég er frá í kjölfarið í nokkrar vikur og svo kem ég til baka. Þá vildi þáverandi þjálfari ekkert nota mig sem bara kemur fyrir,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir. Átti mjög erfitt og leið ekki vel „Þá tekur við tími þar sem mér leið ekki vel andlega. Ég átti mjög erfitt,“ sagði Ragnheiður en þjálfari Hauka á þessum tíma var Árni Stefán Guðjónsson. „Ég upplifði líka vanlíðan á æfingum og leið ekki vel. Ég fer á fund með Þorgeiri (Haraldssyni) formanni í byrjun desember. Ég læt hann vita af stöðunni og um að mér líði ekki vel og að ég vildi hætti. Ég ætlaði ekki að fara í einhverju reiðikasti. Ég var ekki reið en þetta var langur tími,“ sagði Ragnheiður. „Ég vildi bara láta hann vita af stöðunni og hvernig ég var. Svo er það í janúar þá erum við að spila við Aftureldingu sem voru neðstar í deildinni. Ég fær ekkert að koma við sögu þar og fékk lítið að vera með á æfingum. Þetta var augljóst fyrir mig eftir þennan leik,“ sagði Ragnheiður. Fékk engin svör frá þjálfaranum sem vildi ekki nota hana „Ég við þá um fund með þjálfaranum og vildi tala við hann. Hvað ég ætti að vinna í og ætti að vera betri í. Ég fékk þannig séð engin svör og það var ljóst að hann vildi ekki vinna með mér,“ sagði Ragnheiður. „Þótt að handboltinn skipti mann rosalega miklu máli þá setur maður þetta í fyrsta sæti og eyðir rosalega miklum tíma í þessu. Ef manni líður ekki sérstaklega vel andlega í því sem maður er að gera þá verður maður að gera einhverjar breytingar,“ sagði Ragnheiður. „Þetta var meira kvöð og mér kveið frekar fyrir því að mæta á æfingar heldur en ekki. Ég fer á fund með Aroni Kristjánssyni og segi bara að ég vilji hætta eða prófa eitthvað annað. Það var eiginlega fjölskylda mín sem talaði mig til um að hætta ekki. Þetta væri ekki rétta leiðin til að hætta í handbolta,“ sagði Ragnheiður. Haukarnir studdu alltaf mjög vel við mig „Frekar að skipta um umhverfi og reyna að líða betur. Eftir að ég tala við Aron þá fæ ég að rifta samningnum en það var alls ekki sjálfsagt að fá að rifta honum á miðju tímabili. Haukarnir studdu alltaf mjög vel við mig,“ sagði Ragnheiður. „Ég hringi í Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfara Vals) og tala við hann. Hann var mjög hissa að fá símtal frá mér en tók vel við mér. Þetta var mjög erfið ákvörðun enda búin að vera í Haukum frá sex ára aldri. Hvað þá að fara á miðju tímabili sem enginn vill gera,“ sagði Ragnheiður. „Ég fór því yfir í Val þegar voru tveir dagar í að glugginn lokaðist. Svo var mín meiðslasaga rosaleg eftir að ég fer í Val. Svo var tímabilinu slúttað korteri eftir að ég kem í Val,“ sagði Ragnheiður. Það má heyra hana tala um framhaldið og hvað tók hjá henni í Val með því að hlusta á hlaðvarpið hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Sigurlaug vildi fá að vita af hverju Ragnheiður skipti yfir í Val á sínum tíma en það kom mörgum á óvart enda búin að vera Haukakona alla tíð. „Þetta var 2020 þegar Covid kemur. Þetta byrjar eiginlega á því að ég meiðist illa á baki snemma á tímabilinu. Ég er frá í kjölfarið í nokkrar vikur og svo kem ég til baka. Þá vildi þáverandi þjálfari ekkert nota mig sem bara kemur fyrir,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir. Átti mjög erfitt og leið ekki vel „Þá tekur við tími þar sem mér leið ekki vel andlega. Ég átti mjög erfitt,“ sagði Ragnheiður en þjálfari Hauka á þessum tíma var Árni Stefán Guðjónsson. „Ég upplifði líka vanlíðan á æfingum og leið ekki vel. Ég fer á fund með Þorgeiri (Haraldssyni) formanni í byrjun desember. Ég læt hann vita af stöðunni og um að mér líði ekki vel og að ég vildi hætti. Ég ætlaði ekki að fara í einhverju reiðikasti. Ég var ekki reið en þetta var langur tími,“ sagði Ragnheiður. „Ég vildi bara láta hann vita af stöðunni og hvernig ég var. Svo er það í janúar þá erum við að spila við Aftureldingu sem voru neðstar í deildinni. Ég fær ekkert að koma við sögu þar og fékk lítið að vera með á æfingum. Þetta var augljóst fyrir mig eftir þennan leik,“ sagði Ragnheiður. Fékk engin svör frá þjálfaranum sem vildi ekki nota hana „Ég við þá um fund með þjálfaranum og vildi tala við hann. Hvað ég ætti að vinna í og ætti að vera betri í. Ég fékk þannig séð engin svör og það var ljóst að hann vildi ekki vinna með mér,“ sagði Ragnheiður. „Þótt að handboltinn skipti mann rosalega miklu máli þá setur maður þetta í fyrsta sæti og eyðir rosalega miklum tíma í þessu. Ef manni líður ekki sérstaklega vel andlega í því sem maður er að gera þá verður maður að gera einhverjar breytingar,“ sagði Ragnheiður. „Þetta var meira kvöð og mér kveið frekar fyrir því að mæta á æfingar heldur en ekki. Ég fer á fund með Aroni Kristjánssyni og segi bara að ég vilji hætta eða prófa eitthvað annað. Það var eiginlega fjölskylda mín sem talaði mig til um að hætta ekki. Þetta væri ekki rétta leiðin til að hætta í handbolta,“ sagði Ragnheiður. Haukarnir studdu alltaf mjög vel við mig „Frekar að skipta um umhverfi og reyna að líða betur. Eftir að ég tala við Aron þá fæ ég að rifta samningnum en það var alls ekki sjálfsagt að fá að rifta honum á miðju tímabili. Haukarnir studdu alltaf mjög vel við mig,“ sagði Ragnheiður. „Ég hringi í Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfara Vals) og tala við hann. Hann var mjög hissa að fá símtal frá mér en tók vel við mér. Þetta var mjög erfið ákvörðun enda búin að vera í Haukum frá sex ára aldri. Hvað þá að fara á miðju tímabili sem enginn vill gera,“ sagði Ragnheiður. „Ég fór því yfir í Val þegar voru tveir dagar í að glugginn lokaðist. Svo var mín meiðslasaga rosaleg eftir að ég fer í Val. Svo var tímabilinu slúttað korteri eftir að ég kem í Val,“ sagði Ragnheiður. Það má heyra hana tala um framhaldið og hvað tók hjá henni í Val með því að hlusta á hlaðvarpið hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira