„Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 14:30 Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundinum. VÍSIR/VILHELM Undanfarna tólf mánuði hefur dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins, ásamt ríkissaksóknara og héraðssaksóknara að umfangsmiklum breytingum í löggæslu. Þessar breytingar voru kynntar á upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“ Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“
Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira