Önnur ólétt CrossFit stórstjarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Kara Saunders með dóttur sinni Scottie. Nú verður hún stóra systir. Instagram/@karasaundo Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er ólétt af fyrsta barni sínu en hún er ekki eina stórstjarna CrossFit sem mun missa af heimsleikunum í ár vegna fjölgunnar í fjölskyldunni. Landa hennar Toomey, Kara Saunders, tilkynnti á dögunum ástæðuna fyrir því að hún tók ekki þátt í The Open í ár. Saunders gaf það loksins út að hún sé ófrísk og eigi von á barni seinna á þessu ári. Saunders vakti mikla athygli þegar hún varð ólétt í fyrsta skiptið en hún eignaðist þá Scottie 2019 og kom mjög sterk til baka og náði áttunda sætinu á heimsleikunum 2020. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Hún missti ekki af The Open það ár og þetta verður því fyrsta Open sem Kara missir af frá árinu 2011. Anníe Mist gerði síðan enn ótrúlegri hluti en Kara Saunders þegar hún komst á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Endurkoma Köru hafði samt örugglega góð áhrif á trú Anníe að það væri hægt að koma svona hratt til baka. Scottie hefur verið dugleg að æfa með móður sinni og var fljót að verða lítil stjarna í CrossFit heiminum. Kara er mjög dugleg að sýna frá lífi sínu á samfélagsmiðlum sem hjálpar mikið til. Það er því ljóst að tvær stórstjörnur verða í barneignarfríi á þessu ári. Saunders var fyrir komu Toomey besta CrossFit kona Ástrala en hún varð ástralskur Open meistari frá 2015 til 2018. Hún hefur alls keppt sjö sinnum á heimsleikunum og náði best öðru sætinu árið 2017. Það hefur enginn átti möguleika eftir að Toomey sprakk út en Tia-Clar vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðasta ári. Nú hefur glugginn aftur á móti opnast fyrir aðra CrossFit konu að komast að. Það gæti reyndar orðið breyting á því. Toomey hefur verið að gera æfingarnar á The Open og sýnir það hversu öflug hún er þrátt fyrir stóru kúluna. Hver veit nema að það verði eitt laust boðsæti á heimsleikana í haust en það væri nú ekki sanngjarnt þó að þú sért sexfaldur meistari. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Landa hennar Toomey, Kara Saunders, tilkynnti á dögunum ástæðuna fyrir því að hún tók ekki þátt í The Open í ár. Saunders gaf það loksins út að hún sé ófrísk og eigi von á barni seinna á þessu ári. Saunders vakti mikla athygli þegar hún varð ólétt í fyrsta skiptið en hún eignaðist þá Scottie 2019 og kom mjög sterk til baka og náði áttunda sætinu á heimsleikunum 2020. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Hún missti ekki af The Open það ár og þetta verður því fyrsta Open sem Kara missir af frá árinu 2011. Anníe Mist gerði síðan enn ótrúlegri hluti en Kara Saunders þegar hún komst á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Endurkoma Köru hafði samt örugglega góð áhrif á trú Anníe að það væri hægt að koma svona hratt til baka. Scottie hefur verið dugleg að æfa með móður sinni og var fljót að verða lítil stjarna í CrossFit heiminum. Kara er mjög dugleg að sýna frá lífi sínu á samfélagsmiðlum sem hjálpar mikið til. Það er því ljóst að tvær stórstjörnur verða í barneignarfríi á þessu ári. Saunders var fyrir komu Toomey besta CrossFit kona Ástrala en hún varð ástralskur Open meistari frá 2015 til 2018. Hún hefur alls keppt sjö sinnum á heimsleikunum og náði best öðru sætinu árið 2017. Það hefur enginn átti möguleika eftir að Toomey sprakk út en Tia-Clar vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðasta ári. Nú hefur glugginn aftur á móti opnast fyrir aðra CrossFit konu að komast að. Það gæti reyndar orðið breyting á því. Toomey hefur verið að gera æfingarnar á The Open og sýnir það hversu öflug hún er þrátt fyrir stóru kúluna. Hver veit nema að það verði eitt laust boðsæti á heimsleikana í haust en það væri nú ekki sanngjarnt þó að þú sért sexfaldur meistari. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo)
CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira