Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 09:07 Rannsóknarlögreglumenn við byggingu votta Jehóva í Hamborg í norðanverðu Þýskalandi í morgun. AP/Steven Hutchings/Tnn/dpa Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. Fleiri eru særðir, sumir þeirra alvarlega, eftir skotárásina í gærkvöldi. Lögregla segir að svo virðist sem að byssumaðurinn sjálfur sé á meðal þeirra átta sem eru látnir. AP-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn hafi unnið á vettvangi í alla nótt. Yfirvöld í Hamborg hafa boðað til blaðamannafundar um árásina klukkan 11:00 í dag. Ríkissalur votta er í Gross Borstel-hverfinu, nokkra kílómetra frá miðborg Hamborgar. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 21:15 að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir fólk með skotsár á jarðhæðinni. Þeir heyrðu byssuhvell á hæð fyrir ofan þá og fundu helsærðan mann sem kann að hafa verið byssumaðurinn. Íbúar í nágrenninu fengu skilaboð í síma sína um lífshættulegar aðstæður og var svæðið í kringum vettvanginn lokað af. Nágrannar segja AP að þeir hafi heyrt fjölda byssuhvella. Einn þeirra myndaði mann sem skaut ítrekað í gegnum glugga á annarri hæð. Hann segist hafa heyrt á þriðja tug hvella. Um fimm mínútum síðar, eftir að lögregla var komin á staðinn, hafi einn hvellur heyrst til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýsti skotárásinni í Hamborg í gærkvöldi sem „hrottalegu ofbeldisverki“. Vottar Jehóva sögðu í yfirlýsingu að samfélag þeirra væri slegið yfir hræðilegri árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg. Ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi en þrátt fyrir það hafa mannskæðar skotárásir átt sér stað þar á undanförnum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hægriöfgamaður skaut níu manns til bana, þar á meðal tyrkneska innflytjendur, í Hanau áður en hann skaut sjálfan sig og móður sína í febrúar árið 2020. Byssumaður skaut tvo til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni Halle á friðþægingardegi gyðinga í október 2019. Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira
Fleiri eru særðir, sumir þeirra alvarlega, eftir skotárásina í gærkvöldi. Lögregla segir að svo virðist sem að byssumaðurinn sjálfur sé á meðal þeirra átta sem eru látnir. AP-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn hafi unnið á vettvangi í alla nótt. Yfirvöld í Hamborg hafa boðað til blaðamannafundar um árásina klukkan 11:00 í dag. Ríkissalur votta er í Gross Borstel-hverfinu, nokkra kílómetra frá miðborg Hamborgar. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 21:15 að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir fólk með skotsár á jarðhæðinni. Þeir heyrðu byssuhvell á hæð fyrir ofan þá og fundu helsærðan mann sem kann að hafa verið byssumaðurinn. Íbúar í nágrenninu fengu skilaboð í síma sína um lífshættulegar aðstæður og var svæðið í kringum vettvanginn lokað af. Nágrannar segja AP að þeir hafi heyrt fjölda byssuhvella. Einn þeirra myndaði mann sem skaut ítrekað í gegnum glugga á annarri hæð. Hann segist hafa heyrt á þriðja tug hvella. Um fimm mínútum síðar, eftir að lögregla var komin á staðinn, hafi einn hvellur heyrst til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýsti skotárásinni í Hamborg í gærkvöldi sem „hrottalegu ofbeldisverki“. Vottar Jehóva sögðu í yfirlýsingu að samfélag þeirra væri slegið yfir hræðilegri árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg. Ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi en þrátt fyrir það hafa mannskæðar skotárásir átt sér stað þar á undanförnum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hægriöfgamaður skaut níu manns til bana, þar á meðal tyrkneska innflytjendur, í Hanau áður en hann skaut sjálfan sig og móður sína í febrúar árið 2020. Byssumaður skaut tvo til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni Halle á friðþægingardegi gyðinga í október 2019.
Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira