Nú má heita Chloé og Gleymmérei Máni Snær Þorláksson skrifar 10. mars 2023 13:36 Mannanafnanefnd samþykkti þrettán ný nöfn í gær. Getty Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar. Mannanöfn Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar.
1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanöfn Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira