Æfingin sem allir eru að gera á hlaupabrettinu þessa dagana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. mars 2023 07:00 12-3-30 hlaupaæfingin nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok. Getty Ákveðin hlaupaæfing hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarin misseri. Þeir notendur sem hafa prófað æfinguna segja hana afar árangursríka. Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar séu tilgangslaus tímaþjófur. En ef rétt er farið með þá geta þeir sannarlega nýst manni sem botnlaus uppspretta fróðleiks, hugmynda, uppskrifta og jafnvel æfinga. 12-3-30 hlaupaæfingin hefur verið afar áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Æfingin á upphaf sitt að rekja til áhrifavaldsins Lauren Giraldo sem setti inn myndband af æfingunni árið 2019. Í dag hafa um 64 milljónir TikTok-notenda horft á myndbönd tengd æfingunni. Þá hafa fjölmargir sett inn myndbönd þar sem þeir dásama æfinguna og segjast hafa náð gríðarlegum árangri eftir að þeir fóru að gera hana reglulega. @aimsgains low intensity cardio is the best way to target fat loss! credits to @Lauren Giraldo for the workout! #treadmillchallenge #treadmillworkout #fatloss In Ha Mood - Ice Spice Samfélagsmiðillinn TikTok gengur að miklu leyti út á „trend“ og er stöðugt flæði á þeim. Þegar eitt „trend“ skýtur upp kollinum er annað jafn fljótt að hverfa. Það er því athyglisvert að það hefur alls ekki verið raunin með 12-3-30 hlaupatrendið. Vinsældirnar eru jafn miklar í dag og þegar æfingin birtist fyrst á TikTok fyrir nokkrum árum síðan. Það sem gerir æfinguna sérstaka er hve einföld hún er í raun og veru: Skelltu þér á hlaupabrettið. Stilltu hallann á 12. Stilltu hraðann á 3. (Hér er um að ræða bandarískan mælikvarða og samsvarar þetta því hraðanum 4,8 á íslenskum hlaupabrettum.) Labbaðu í 30 mínútur. Hægt er að aðlaga æfinguna bæði að byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og ætti æfingin því að henta öllum. Hægt er að byrja með minni halla og hraða en hækka svo með tímanum eftir því sem þolið eykst. Þeir sem eru lengra komnir ættu að forðast það að halda í hlaupabrettið og styðja sig við. Hendur ættu að vera lausar til þess að fá sem mest út úr æfingunni. Þá er hægt að bæta við léttum handlóðum eins og sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan. @stepheintz Take your 12-3-30 hot girl walk cardio to the next level and add in arm weights so that you can work on that arm fat by tightening and toning up your arms! Women genetically carry more fat in our arms than men do so don t skip arms as always you must eat healthy and be in a calorie deficit if you want a body transformation in the gym. #gymtok #cardio #workout #armworkout #motivation Love You So - The King Khan & BBQ Show Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar séu tilgangslaus tímaþjófur. En ef rétt er farið með þá geta þeir sannarlega nýst manni sem botnlaus uppspretta fróðleiks, hugmynda, uppskrifta og jafnvel æfinga. 12-3-30 hlaupaæfingin hefur verið afar áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Æfingin á upphaf sitt að rekja til áhrifavaldsins Lauren Giraldo sem setti inn myndband af æfingunni árið 2019. Í dag hafa um 64 milljónir TikTok-notenda horft á myndbönd tengd æfingunni. Þá hafa fjölmargir sett inn myndbönd þar sem þeir dásama æfinguna og segjast hafa náð gríðarlegum árangri eftir að þeir fóru að gera hana reglulega. @aimsgains low intensity cardio is the best way to target fat loss! credits to @Lauren Giraldo for the workout! #treadmillchallenge #treadmillworkout #fatloss In Ha Mood - Ice Spice Samfélagsmiðillinn TikTok gengur að miklu leyti út á „trend“ og er stöðugt flæði á þeim. Þegar eitt „trend“ skýtur upp kollinum er annað jafn fljótt að hverfa. Það er því athyglisvert að það hefur alls ekki verið raunin með 12-3-30 hlaupatrendið. Vinsældirnar eru jafn miklar í dag og þegar æfingin birtist fyrst á TikTok fyrir nokkrum árum síðan. Það sem gerir æfinguna sérstaka er hve einföld hún er í raun og veru: Skelltu þér á hlaupabrettið. Stilltu hallann á 12. Stilltu hraðann á 3. (Hér er um að ræða bandarískan mælikvarða og samsvarar þetta því hraðanum 4,8 á íslenskum hlaupabrettum.) Labbaðu í 30 mínútur. Hægt er að aðlaga æfinguna bæði að byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og ætti æfingin því að henta öllum. Hægt er að byrja með minni halla og hraða en hækka svo með tímanum eftir því sem þolið eykst. Þeir sem eru lengra komnir ættu að forðast það að halda í hlaupabrettið og styðja sig við. Hendur ættu að vera lausar til þess að fá sem mest út úr æfingunni. Þá er hægt að bæta við léttum handlóðum eins og sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan. @stepheintz Take your 12-3-30 hot girl walk cardio to the next level and add in arm weights so that you can work on that arm fat by tightening and toning up your arms! Women genetically carry more fat in our arms than men do so don t skip arms as always you must eat healthy and be in a calorie deficit if you want a body transformation in the gym. #gymtok #cardio #workout #armworkout #motivation Love You So - The King Khan & BBQ Show
Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira