Æfingin sem allir eru að gera á hlaupabrettinu þessa dagana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. mars 2023 07:00 12-3-30 hlaupaæfingin nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok. Getty Ákveðin hlaupaæfing hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarin misseri. Þeir notendur sem hafa prófað æfinguna segja hana afar árangursríka. Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar séu tilgangslaus tímaþjófur. En ef rétt er farið með þá geta þeir sannarlega nýst manni sem botnlaus uppspretta fróðleiks, hugmynda, uppskrifta og jafnvel æfinga. 12-3-30 hlaupaæfingin hefur verið afar áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Æfingin á upphaf sitt að rekja til áhrifavaldsins Lauren Giraldo sem setti inn myndband af æfingunni árið 2019. Í dag hafa um 64 milljónir TikTok-notenda horft á myndbönd tengd æfingunni. Þá hafa fjölmargir sett inn myndbönd þar sem þeir dásama æfinguna og segjast hafa náð gríðarlegum árangri eftir að þeir fóru að gera hana reglulega. @aimsgains low intensity cardio is the best way to target fat loss! credits to @Lauren Giraldo for the workout! #treadmillchallenge #treadmillworkout #fatloss In Ha Mood - Ice Spice Samfélagsmiðillinn TikTok gengur að miklu leyti út á „trend“ og er stöðugt flæði á þeim. Þegar eitt „trend“ skýtur upp kollinum er annað jafn fljótt að hverfa. Það er því athyglisvert að það hefur alls ekki verið raunin með 12-3-30 hlaupatrendið. Vinsældirnar eru jafn miklar í dag og þegar æfingin birtist fyrst á TikTok fyrir nokkrum árum síðan. Það sem gerir æfinguna sérstaka er hve einföld hún er í raun og veru: Skelltu þér á hlaupabrettið. Stilltu hallann á 12. Stilltu hraðann á 3. (Hér er um að ræða bandarískan mælikvarða og samsvarar þetta því hraðanum 4,8 á íslenskum hlaupabrettum.) Labbaðu í 30 mínútur. Hægt er að aðlaga æfinguna bæði að byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og ætti æfingin því að henta öllum. Hægt er að byrja með minni halla og hraða en hækka svo með tímanum eftir því sem þolið eykst. Þeir sem eru lengra komnir ættu að forðast það að halda í hlaupabrettið og styðja sig við. Hendur ættu að vera lausar til þess að fá sem mest út úr æfingunni. Þá er hægt að bæta við léttum handlóðum eins og sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan. @stepheintz Take your 12-3-30 hot girl walk cardio to the next level and add in arm weights so that you can work on that arm fat by tightening and toning up your arms! Women genetically carry more fat in our arms than men do so don t skip arms as always you must eat healthy and be in a calorie deficit if you want a body transformation in the gym. #gymtok #cardio #workout #armworkout #motivation Love You So - The King Khan & BBQ Show Heilsa Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar séu tilgangslaus tímaþjófur. En ef rétt er farið með þá geta þeir sannarlega nýst manni sem botnlaus uppspretta fróðleiks, hugmynda, uppskrifta og jafnvel æfinga. 12-3-30 hlaupaæfingin hefur verið afar áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Æfingin á upphaf sitt að rekja til áhrifavaldsins Lauren Giraldo sem setti inn myndband af æfingunni árið 2019. Í dag hafa um 64 milljónir TikTok-notenda horft á myndbönd tengd æfingunni. Þá hafa fjölmargir sett inn myndbönd þar sem þeir dásama æfinguna og segjast hafa náð gríðarlegum árangri eftir að þeir fóru að gera hana reglulega. @aimsgains low intensity cardio is the best way to target fat loss! credits to @Lauren Giraldo for the workout! #treadmillchallenge #treadmillworkout #fatloss In Ha Mood - Ice Spice Samfélagsmiðillinn TikTok gengur að miklu leyti út á „trend“ og er stöðugt flæði á þeim. Þegar eitt „trend“ skýtur upp kollinum er annað jafn fljótt að hverfa. Það er því athyglisvert að það hefur alls ekki verið raunin með 12-3-30 hlaupatrendið. Vinsældirnar eru jafn miklar í dag og þegar æfingin birtist fyrst á TikTok fyrir nokkrum árum síðan. Það sem gerir æfinguna sérstaka er hve einföld hún er í raun og veru: Skelltu þér á hlaupabrettið. Stilltu hallann á 12. Stilltu hraðann á 3. (Hér er um að ræða bandarískan mælikvarða og samsvarar þetta því hraðanum 4,8 á íslenskum hlaupabrettum.) Labbaðu í 30 mínútur. Hægt er að aðlaga æfinguna bæði að byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og ætti æfingin því að henta öllum. Hægt er að byrja með minni halla og hraða en hækka svo með tímanum eftir því sem þolið eykst. Þeir sem eru lengra komnir ættu að forðast það að halda í hlaupabrettið og styðja sig við. Hendur ættu að vera lausar til þess að fá sem mest út úr æfingunni. Þá er hægt að bæta við léttum handlóðum eins og sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan. @stepheintz Take your 12-3-30 hot girl walk cardio to the next level and add in arm weights so that you can work on that arm fat by tightening and toning up your arms! Women genetically carry more fat in our arms than men do so don t skip arms as always you must eat healthy and be in a calorie deficit if you want a body transformation in the gym. #gymtok #cardio #workout #armworkout #motivation Love You So - The King Khan & BBQ Show
Heilsa Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira