Mörg ríki Bandaríkjanna hyggjast banna dragsýningar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. mars 2023 14:30 Mimi Delongpre and Danny Lee á DragCon LA sem er stærsta dragsýning í heimi. Ronen Tivony/Getty Images Stjórnvöld í Tennesse í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög sem banna dragsýningar. 10 ríki til viðbótar hafa lagt fram lagafrumvarp í svipuðum anda. Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a> Bandaríkin Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira