Tekist á um dánarbú Leonards Cohen Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. mars 2023 14:01 Leonard Cohen lést árið 2016, 82 ára gamall. Hann var afkastamikið ljóðskáld þegar hann var ungur, en fór ekki að syngja og gefa út plötur fyrr en á fertugsaldri. Jim Dyson/Getty Images Einkaerfingjar kanadíska ljóðskáldsins og tónlistarmannsins Leonards Cohen saka umboðsmann söngvarans um að reyna að ræna dánarbúinu innan frá. Dánarbúið er metið á tæpar 50 milljónir dala og þessa dagana er tekist á um það fyrir dómstólum í Los Angeles. Segja umbann fara með dánarbúið sem eigin eign Leonard Cohen lést fyrir 7 árum, árið 2016. Hann fól umboðsmanni sínum, Robert Kory, að hafa umsjón með dánarbúinu. Börn Cohens, Adam og Lorca, saka Kory þennan um að ganga um dánarbúið sem væri það hans persónulega eign, skipuleggja sýningar á eigum Cohens, gefa út ókláraða skáldsögu og selja dánarbúið í skömmtum, því þannig græði hann sjálfur sem mest. Það sé vegna þess að Kory hafi, platað Cohen til að skrifa undir skjal, rétt fyrir dauða sinn, sem veiti honum 15% umboðslaun af öllu því sem selt verði úr dánarbúinu. Þar með sé kominn upp hagsmunaárekstur; dánarbússtjóri eigi að gera búið upp, en nú hafi hann meiri hagsmuni af því að selja búið en koma því til réttmætra erfingja. Útgáfurétturinn að verkum Cohen seldur fyrir 58 milljónir dala Þessi hagsmunaárekstur endurspeglast kannski best í því að í fyrra seldi Kory útgáfufyrirtækinu Hipgnosis útgáfuréttinn að öllum 278 lögum Cohens. Samningurinn er metinn á 58 milljónir dala, og því koma tæplega 9 milljónir dala í hlut Korys. Þetta er kaldhæðnislegt í ljós þess að Robert Kory var umboðsmaður Cohens síðasta áratuginn eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Kelley Lynch, hafði rúið Cohen inn að skinni og haft af honum a.m.k. 5 milljónir dala. Segja græðgi ráða för Lögfræðingar Kory segja að græðgi ráði för systkinanna, þau vilji komast yfir dánarbúið, en að það hafi verið einlægur vilji Cohens að halda dánarbúinu fjarri börnum sínum. Á tímabili hafi hann jafnvel hugleitt að gera þau arflaus með öllu, en umboðsmaður hans, Kory, hafi fengið hann ofan af því. Adam og Lorca halda því hins vegar fram að Cohen hafi fyllst eftirsjá á dánarbeðinu yfir að hafa falið umboðsmanni sínum að sjá um dánarbúið. Fölsuð skjöl Lögmaður systkinanna, Adam Streisand, já hann er frændi Barböru, og hefur áður verið lögmaður erfingja Michael Jacksons og Muhammed Ali, segir í samtali við spænska blaðið El País að skjalið sem veiti Kory umboð til að ráðstafa dánarbúinu, sé falsað. Blaðsíðum hafi verið skipt út úr skjalinu eftir að Cohen lést, sem veiti Kory meira vald en Cohen ætlaði honum. Þetta hafi lögmenn Kory viðurkennt. Deila barna Cohens og umboðsmanns hans kemur fyrir dóm í Los Angeles síðar í þessum mánuði, 7 árum eftir að Cohen kvaddi þessa jarðvist, en dánarbú Cohens er metið á 48 milljónir bandaríkjadala. Bandaríkin Menning Tónlist Kanada Tengdar fréttir Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25 Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Segja umbann fara með dánarbúið sem eigin eign Leonard Cohen lést fyrir 7 árum, árið 2016. Hann fól umboðsmanni sínum, Robert Kory, að hafa umsjón með dánarbúinu. Börn Cohens, Adam og Lorca, saka Kory þennan um að ganga um dánarbúið sem væri það hans persónulega eign, skipuleggja sýningar á eigum Cohens, gefa út ókláraða skáldsögu og selja dánarbúið í skömmtum, því þannig græði hann sjálfur sem mest. Það sé vegna þess að Kory hafi, platað Cohen til að skrifa undir skjal, rétt fyrir dauða sinn, sem veiti honum 15% umboðslaun af öllu því sem selt verði úr dánarbúinu. Þar með sé kominn upp hagsmunaárekstur; dánarbússtjóri eigi að gera búið upp, en nú hafi hann meiri hagsmuni af því að selja búið en koma því til réttmætra erfingja. Útgáfurétturinn að verkum Cohen seldur fyrir 58 milljónir dala Þessi hagsmunaárekstur endurspeglast kannski best í því að í fyrra seldi Kory útgáfufyrirtækinu Hipgnosis útgáfuréttinn að öllum 278 lögum Cohens. Samningurinn er metinn á 58 milljónir dala, og því koma tæplega 9 milljónir dala í hlut Korys. Þetta er kaldhæðnislegt í ljós þess að Robert Kory var umboðsmaður Cohens síðasta áratuginn eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Kelley Lynch, hafði rúið Cohen inn að skinni og haft af honum a.m.k. 5 milljónir dala. Segja græðgi ráða för Lögfræðingar Kory segja að græðgi ráði för systkinanna, þau vilji komast yfir dánarbúið, en að það hafi verið einlægur vilji Cohens að halda dánarbúinu fjarri börnum sínum. Á tímabili hafi hann jafnvel hugleitt að gera þau arflaus með öllu, en umboðsmaður hans, Kory, hafi fengið hann ofan af því. Adam og Lorca halda því hins vegar fram að Cohen hafi fyllst eftirsjá á dánarbeðinu yfir að hafa falið umboðsmanni sínum að sjá um dánarbúið. Fölsuð skjöl Lögmaður systkinanna, Adam Streisand, já hann er frændi Barböru, og hefur áður verið lögmaður erfingja Michael Jacksons og Muhammed Ali, segir í samtali við spænska blaðið El País að skjalið sem veiti Kory umboð til að ráðstafa dánarbúinu, sé falsað. Blaðsíðum hafi verið skipt út úr skjalinu eftir að Cohen lést, sem veiti Kory meira vald en Cohen ætlaði honum. Þetta hafi lögmenn Kory viðurkennt. Deila barna Cohens og umboðsmanns hans kemur fyrir dóm í Los Angeles síðar í þessum mánuði, 7 árum eftir að Cohen kvaddi þessa jarðvist, en dánarbú Cohens er metið á 48 milljónir bandaríkjadala.
Bandaríkin Menning Tónlist Kanada Tengdar fréttir Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25 Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25
Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05