Allt frá kúkableyjum til sjónvarpa hent á opin svæði í náttúrunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2023 21:01 Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar. egill aðalsteinsson Sjónvörpum, kúkableyjum og öllu þar á milli er iðulega hent á opið svæði í hraunið við Straumsvík í Hafnarfirði. Formaður bæjarráðs segir ástandið óþolandi. Kenningar séu um að umhverfissóðar reyni að komast hjá því að greiða gjöld til Sorpu. Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“ Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“
Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira