Segir útskýringar óperustjóra hlægilegar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 09:52 Daniel segir sýninguna ýta undir skaðlegar staðalímyndir. Vísir/Arnar Maður af asískum uppruna segir notkun á svo kallaðri „yellow face“ förðun hjá Íslensku óperunni kynda undir fordóma og segir útskýringar óperustjóra frá því í gær hlægilegar. Þá hefur leikari lýst því yfir að hann muni ekki fara í gervið í næstu sýningu. Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“ Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“
Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira