„Við hefðum getað klárað leikinn fyrr“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2023 16:29 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli fyrr í dag í Olís deild kvenna. Þrátt fyrir að hafa haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins var þetta þó ekki auðvelt verkefni fyrir þær. Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44