Fótbolti

Árni í liði Zalgiris sem tryggði sigurinn undir lokin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Árni gekk til liðs við Zalgiris í vetur.
Árni gekk til liðs við Zalgiris í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Árni Vilhjálmsson var í byrjunarliðið FC Zalgiris sem vann sigur þegar önnur umferð litháísku deildarinnar í knattspyrnu hófst í dag.

Árni gekk til liðs við Zalgiris á dögunum og vann sigur í leik meistara meistaranna í sínum fyrsta leik þar sem hann skoraði tvö mörk í sigri Zalgiris.

Árni var síðan í byrjunarliði Zalgiris í dag þegar liðið mætti Banga. Árni og félagar höfðu gert jafntefli í fyrstu umferðinni og því eflaust sólgnir í að ná í stigin þrjú í dag enda leikurinn á heimavelli Zalgiris.

Sigurinn var þó torsóttur. Lengi vel leit út fyrir að leikurinn yrði markalaus og það jafnvel þó gestirnir hefðu fengið rautt spjald á 58. mínútu og leikið einum færri eftir það.

En markið kom fimm mínútum fyrir leikslok. Þá skoraði Kipras Kazukolovas og tryggði Zalgiris sigurinn. Árni Vilhjálmsson fór af velli skömmu eftir markið en með sigrinum er Zalgiris komið með fjögur stig í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×