Framkvæmdastjóri BBC biður áhorfendur afsökunar eftir erfiðan dag Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Gary Lineker hefur verið í eldlínunni undanfarna daga. Vísir/Getty Framkvæmdastjóri BBC hefur beðið áhorfendur á Bretlandseyjum afsökunar eftir að mikil truflun varð á dagskrárliðum tengdum knattspyrnu í dag vegna ákvörðun stöðvarinnar að taka sjónvarspmanninn Gary Lineker af skjánum fyrir helgina. Eins og fram hefur komið í fréttum var Gary Lineker, sem hefur verið andlit BBC í umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina, kippt af skjánum fyrir helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Breta í málefnum flóttamanna. Gagnrýni Lineker stríðir gegn reglum BBC og var hann því settur í tímabundið leyfi. Ákvörðun BBC vakti mikla reiði og margir af samstarfsmönnum Lineker neituðu að taka þátt í útsendingum helgarinnar. Þátturinn Match of the day, sem Lineker stýrir, er á dagskrá á laugardagskvöldum en þar er farið yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vegna fjarveru ýmissa sérfræðinga auk Linekers var þáttur kvöldsins styttur niður í tuttugu mínútur þar sem atvik úr leikjum dagsins verða sýnd án umfjöllunar. Aðrir þættir þar sem fjallað er um leiki á Englandi voru hins vegar einnig styttir eða hreinlega teknir af dagskrá. Stjórnandi Football Focus, Alex Scott, ákvað einum og hálfum tíma fyrir útsendingu að hún vildi ekki taka þátt og sagði að „henni liði ekki vel með að halda þættinum á dagskrá“ í ljósi alls sem gerst hefði. Match of the Day will run for 20 minutes tonight. pic.twitter.com/YIuoCFVbvP— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Þá var þætti á Radio 5 útvarpsstöðinni einnig tekinn af dagskrá þar sem starfsfólk vantaði. Framkvæmdastjóri BBC hefur nú beðið áhorfendur afsökunar á atburðum dagsins og viðurkenndi að dagurinn hefði verið erfiður. Hann sagði að hann ætlaði ekki að segja af sér og bætti við að hann væri tilbúinn að endurskoða reglur stöðvarinnar fyrir starfsmenn í verktakavinnu líkt og Lineker. „Góður árangur fyri mig væri að fá Gary Lineker aftur á skjáinn,“ sagði Tim Davie framkvæmdastjóri BBC. The Premier League has informed the 12 teams playing on Saturday that players and managers will not be asked to do interviews for Match of the Day.— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Enski boltinn Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum var Gary Lineker, sem hefur verið andlit BBC í umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina, kippt af skjánum fyrir helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Breta í málefnum flóttamanna. Gagnrýni Lineker stríðir gegn reglum BBC og var hann því settur í tímabundið leyfi. Ákvörðun BBC vakti mikla reiði og margir af samstarfsmönnum Lineker neituðu að taka þátt í útsendingum helgarinnar. Þátturinn Match of the day, sem Lineker stýrir, er á dagskrá á laugardagskvöldum en þar er farið yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vegna fjarveru ýmissa sérfræðinga auk Linekers var þáttur kvöldsins styttur niður í tuttugu mínútur þar sem atvik úr leikjum dagsins verða sýnd án umfjöllunar. Aðrir þættir þar sem fjallað er um leiki á Englandi voru hins vegar einnig styttir eða hreinlega teknir af dagskrá. Stjórnandi Football Focus, Alex Scott, ákvað einum og hálfum tíma fyrir útsendingu að hún vildi ekki taka þátt og sagði að „henni liði ekki vel með að halda þættinum á dagskrá“ í ljósi alls sem gerst hefði. Match of the Day will run for 20 minutes tonight. pic.twitter.com/YIuoCFVbvP— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Þá var þætti á Radio 5 útvarpsstöðinni einnig tekinn af dagskrá þar sem starfsfólk vantaði. Framkvæmdastjóri BBC hefur nú beðið áhorfendur afsökunar á atburðum dagsins og viðurkenndi að dagurinn hefði verið erfiður. Hann sagði að hann ætlaði ekki að segja af sér og bætti við að hann væri tilbúinn að endurskoða reglur stöðvarinnar fyrir starfsmenn í verktakavinnu líkt og Lineker. „Góður árangur fyri mig væri að fá Gary Lineker aftur á skjáinn,“ sagði Tim Davie framkvæmdastjóri BBC. The Premier League has informed the 12 teams playing on Saturday that players and managers will not be asked to do interviews for Match of the Day.— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023
Enski boltinn Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira