Viðar: „Helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Því skal haldið til haga að Viðar Örn er ekki að rembast á þessari mynd, þrátt fyrir að fyrirsögnin gæti gefið annað til kynna Hattarmenn voru grátlega nálægt því að vinna frækinn sigur í Grindavík í kvöld í Subway-deild karla en leikurinn réðst á þriggja stiga körfu frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni. Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.
Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira