Star trek stjarna segist ekki eiga mikið eftir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 09:05 Aðdáendur Star trek stjörnunnar William Shatner eru í áfalli eftir að leikarinn, sem er 91 árs, kom fram í viðtali nýlega og sagðist ekki eiga mikið eftir. Getty Aðdáendur Star trek stjörnunnar William Shatner eru í áfalli eftir að leikarinn, sem er 91 árs, kom fram í viðtali nýlega og sagðist ekki eiga mikið eftir. William Shatner á magnaðan feril að baki. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek, en hann er líka rithöfundur auk þess að geta státað af því að vera elsti maðurinn sem hefur farið út í geim. William Shatner varð elsti geimfari jarðarinnar þegar hann flaug út fyrir gufuhvolfið í geimskoti Blue Origin á síðasta ári.Getty Í nýrri heimildarmynd, You Can Call Me Bill, er farið yfir sjö áratuga feril Williams. Í viðtali við Variety sagðist leikarinn hafa hafnað mörgum tilboðum um gerð heimildarmynda, en sú staðreynd að hann ætti ekki mikinn tíma eftir hefði fengið hann til að samþykkja gerð myndarinnar nú. „Hvort sem ég hrekk upp af á meðan ég er að tala við þig eða eftir tíu ár, þá er tími minn takmarkaður,“ sagði Williams í viðtalinu. William á þrjú börn og fjögur barnabörn. Hann segir heimildarmyndina meira fyrir þau en sjálfan sig, að hún væri hans leið til að ná til þeirra eftir að hann dæi. Það sorglega er að því eldri sem manneskja verður, því vitrari verður hún, og svo deyr hún með alla vitneskjuna. William Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek.Getty William glímir ekki við nein veikindi svo vitað sé og kemur enn fram opinberlega. Árið 2016 steig hann fram og sagðist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og að greiningin hefði breytt sín hans á lífið til muna. Skömmu síðar kom þó í ljós að greiningin var röng og ekki var um krabbamein að ræða. Uppfært 09:30 William Shatner birti tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði fréttir af yfirvofandi andláti sínu stórlega ýktar. Meiningin með orðum hans hafi aðeins verið sú að hann gerði sér grein fyrir að hann myndi ekki lifa að eilífu, þrátt fyrir að hann ætlaði sér að gera til þess heiðarlega tilraun. Tilgangurinn með heimildarmyndinni væri sá að afkomendur hans og komandi kynslóðir myndu fræðast betur um hann Reports of my pending demise have been greatly exaggerated (by the clickbait press .) All I meant was that I m not going to live forever ( though I am going to make a valiant attempt!) & the documentary I did is for future generations & descendants to know a bit about me. — William Shatner (@WilliamShatner) March 11, 2023 Hollywood Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira
William Shatner á magnaðan feril að baki. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek, en hann er líka rithöfundur auk þess að geta státað af því að vera elsti maðurinn sem hefur farið út í geim. William Shatner varð elsti geimfari jarðarinnar þegar hann flaug út fyrir gufuhvolfið í geimskoti Blue Origin á síðasta ári.Getty Í nýrri heimildarmynd, You Can Call Me Bill, er farið yfir sjö áratuga feril Williams. Í viðtali við Variety sagðist leikarinn hafa hafnað mörgum tilboðum um gerð heimildarmynda, en sú staðreynd að hann ætti ekki mikinn tíma eftir hefði fengið hann til að samþykkja gerð myndarinnar nú. „Hvort sem ég hrekk upp af á meðan ég er að tala við þig eða eftir tíu ár, þá er tími minn takmarkaður,“ sagði Williams í viðtalinu. William á þrjú börn og fjögur barnabörn. Hann segir heimildarmyndina meira fyrir þau en sjálfan sig, að hún væri hans leið til að ná til þeirra eftir að hann dæi. Það sorglega er að því eldri sem manneskja verður, því vitrari verður hún, og svo deyr hún með alla vitneskjuna. William Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek.Getty William glímir ekki við nein veikindi svo vitað sé og kemur enn fram opinberlega. Árið 2016 steig hann fram og sagðist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og að greiningin hefði breytt sín hans á lífið til muna. Skömmu síðar kom þó í ljós að greiningin var röng og ekki var um krabbamein að ræða. Uppfært 09:30 William Shatner birti tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði fréttir af yfirvofandi andláti sínu stórlega ýktar. Meiningin með orðum hans hafi aðeins verið sú að hann gerði sér grein fyrir að hann myndi ekki lifa að eilífu, þrátt fyrir að hann ætlaði sér að gera til þess heiðarlega tilraun. Tilgangurinn með heimildarmyndinni væri sá að afkomendur hans og komandi kynslóðir myndu fræðast betur um hann Reports of my pending demise have been greatly exaggerated (by the clickbait press .) All I meant was that I m not going to live forever ( though I am going to make a valiant attempt!) & the documentary I did is for future generations & descendants to know a bit about me. — William Shatner (@WilliamShatner) March 11, 2023
Hollywood Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira