Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2023 20:09 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem segist vera með ánægð með nýja starfsfólkið frá Filippseyjum. Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við talsverðan mönnunarskort vegna aukinnar þjónustuþarfar og styttingu vinnuvikunnar og því hefur verið markvisst verið leitað út fyrir landsteinana að starfsfólki enda fæst lítið, sem ekkert af íslensku starfsfólki. Leitin hefur gengið nokkuð vel. „Við erum með ráðningarskrifstofu, sem hjálpar okkur að leita að fólkinu úti. Nú þegar erum við búin að ráða til okkar tíu starfsmenn frá Filippseyjum og þar erum við með níu hjúkrunarfræðinga og einn geislafræðing. Þau eru nú þegar byrjuð að starfa hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og bætir við. „Þau eru ekki komin með starfsleyfi en eru byrjuð að starfa í almennri umönnun og aðstoð inn á einingunum sínum. Nýja starfsfólkið er í íslenskunám og eru að læra íslensku samhliða vinnunni, þannig að við erum að reyna að halda sem best utan um þau þannig að þau aðlagaðist inn í okkar umhverfi og það gengur bara ljómandi vel.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað erlenda starfsfólkinu húsnæði. Nú er verið að leita að átta hjúkrunarfræðingum fyrir utan landsteinana til að vinna á Móbergi, nýju hjúkrunarheimili á Selfossi, sem Heilbrigðisstofnunin rekur. Nú er leitað að átta hjúkrunarfræðingum til viðbótar við þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa í dag á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í dag erum við með 150 hjúkrunarfræðinga á HSU, við þurfum bara fleiri. Það er bara mikilvægt að vera með fagfólk hjá okkur til að tryggja bæði öryggi þjónustunnar og gæði, þannig að við erum að leita þessa leiðina. Við þurfum líka að fá lækna til okkar, þannig að við erum líka að skoða það að reyna að ráða til okkar erlenda lækna," segir Díana. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Filippseyjar Árborg Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við talsverðan mönnunarskort vegna aukinnar þjónustuþarfar og styttingu vinnuvikunnar og því hefur verið markvisst verið leitað út fyrir landsteinana að starfsfólki enda fæst lítið, sem ekkert af íslensku starfsfólki. Leitin hefur gengið nokkuð vel. „Við erum með ráðningarskrifstofu, sem hjálpar okkur að leita að fólkinu úti. Nú þegar erum við búin að ráða til okkar tíu starfsmenn frá Filippseyjum og þar erum við með níu hjúkrunarfræðinga og einn geislafræðing. Þau eru nú þegar byrjuð að starfa hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og bætir við. „Þau eru ekki komin með starfsleyfi en eru byrjuð að starfa í almennri umönnun og aðstoð inn á einingunum sínum. Nýja starfsfólkið er í íslenskunám og eru að læra íslensku samhliða vinnunni, þannig að við erum að reyna að halda sem best utan um þau þannig að þau aðlagaðist inn í okkar umhverfi og það gengur bara ljómandi vel.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað erlenda starfsfólkinu húsnæði. Nú er verið að leita að átta hjúkrunarfræðingum fyrir utan landsteinana til að vinna á Móbergi, nýju hjúkrunarheimili á Selfossi, sem Heilbrigðisstofnunin rekur. Nú er leitað að átta hjúkrunarfræðingum til viðbótar við þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa í dag á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í dag erum við með 150 hjúkrunarfræðinga á HSU, við þurfum bara fleiri. Það er bara mikilvægt að vera með fagfólk hjá okkur til að tryggja bæði öryggi þjónustunnar og gæði, þannig að við erum að leita þessa leiðina. Við þurfum líka að fá lækna til okkar, þannig að við erum líka að skoða það að reyna að ráða til okkar erlenda lækna," segir Díana.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Filippseyjar Árborg Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira