Óskarinn er sýndur á Stöð 2 og útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:00. Hátíðin er nú haldin í nítugasta og fimmta skipti og er eftirvæntingin eflaust mikil í Hollywood um þessar mundir.
Verðlaunaflokkarnir eru yfir tuttugu talsins og því er fjölbreyttum hópi fagnað innan kvikmyndageirans. Það má með sanni segja að það sé spennandi nótt framundan og allt getur gerst, eins og síðustu Óskarsverðlaun bæði sýndu og sönnuðu.
Ábendingar, hugleiðingar um það sem fyrir augu ber og myndir úr Óskarspartíum sendist á ritstjórn@visir.is.