Tilkynnt var um þetta á samfélagsmiðlum ÍBV í kvöld en hægri hornamaðurinn Gauti hefur skrifað undir tveggja ára samning við Eyjamenn.
Gauti hefur verið lykilmaður í sóknarleik KA í vetur; er þriðji markahæsti leikmaður liðsins með 76 mörk í átján leikjum en KA-menn eru í tíunda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti þegar fjórum umferðum er ólokið.
ÍBV hins vegar í sjöunda sæti Olís-deildarinnar um þessar mundir, fjórum stigum á eftir FH sem er í 2.sæti deildarinnar.