Fréttir af ótímabærum dauða lausagöngu búfjár stórlega ýktar! Trausti Hjálmarsson skrifar 13. mars 2023 11:01 Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki. Í samantekt á niðurstöðum í álitinu segir: „Niðurstaða umboðsmanns var að skýra yrði ákvæði laga um búfjárhald til samræmis við almennar reglur laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. viðvíkjandi úrræðum umráðamanns lands við óheimilli beit búfjár í landi hans svo og grunnreglur eignarréttar. Af því leiddi að umræddi lagagrein gæti ekki orðið annars efnis eða haft önnur réttaráhrif en þau sem texti hennar mælti fyrir um, þ.e. að umráðamanni lands væri heimil sérstök friðun og nyti þá þeirra heimilda sem kveðið væri á um í lögunum. Hefði umráðamaður lands hins vegar ekki nýtt sér heimild til friðunar giltu um réttarstöðu hans þær reglur sem að meginstefnu hefðu gilt hér á landi um þessi efni frá fornu fari auk þess sem hann kynni að njóta þess sérstaka verndarréttar sem verið hefði í íslenskum rétti frá gildistöku fyrstu heildarlaga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. árið 1969. Umboðsmaður tók aftur á móti enga afstöðu til þeirra atvika sem lýst var í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eða réttarstöðu viðkomandi að öðru leyti.“ Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins (mál nr. DMR21080053) frá 11. janúar 2023 var til umfjöllunar ákvörðun lögreglustjóra að synja beiðni A um að smala ágangsfé úr landi jarðar hans. Ákvörðun lögreglustjóra byggði á fyrrgreindum leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, þ.e. að 8. og 9. gr. laga nr. 38/2013 væru ósamrýmanleg 33. gr. laga nr. 6/1986. Ráðuneytið var ósammála ákvörðun lögreglustjóra og tók undir þá niðurstöðu sem fram kemur í fyrrgreindu áliti umboðsmanns Alþingis. Eftir að álit umboðsmanns Alþingis og úrskurður dómsmálaráðuneytisins lágu fyrir, hefur því verið haldið fram að lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum sé ágangur. Af þeim sökum sé sveitarfélögum eða eftir atvikum lögreglu skylt að bregðast við óskum landeigenda og fjarlægja búféð á kostnað eigenda þess. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að mönnum er ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um slíkt. Það hefur Hæstiréttur Íslands staðfest. Búfjáreigendum eða vörslumönnum verður ekki metið það til sakar ef búféð gengur laust ef lausaganga er heimil í viðkomandi sveitarfélagi sbr. lögum nr. 38/2013 um búfjárhald. Sveitarfélög eiga að setja sér fjallskilasamþykkt á grunni laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. þar sem lögin eru nánar útfærð. Það kann að vera að í sumum tilfellum þurfi að bæta þær. Það er alveg skýrt að ekki hafa orðið neinar breytingar á lögum er varða lausagöngu búfjár og það sætir því furðu að fylgjast með fréttaflutningi þar sem öðru er haldið fram. Það er lágmarkskrafa þegar fjallað er um svo mikilvægt málefni að fréttamiðlar vandi sína vinnu og framsetningu. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki. Í samantekt á niðurstöðum í álitinu segir: „Niðurstaða umboðsmanns var að skýra yrði ákvæði laga um búfjárhald til samræmis við almennar reglur laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. viðvíkjandi úrræðum umráðamanns lands við óheimilli beit búfjár í landi hans svo og grunnreglur eignarréttar. Af því leiddi að umræddi lagagrein gæti ekki orðið annars efnis eða haft önnur réttaráhrif en þau sem texti hennar mælti fyrir um, þ.e. að umráðamanni lands væri heimil sérstök friðun og nyti þá þeirra heimilda sem kveðið væri á um í lögunum. Hefði umráðamaður lands hins vegar ekki nýtt sér heimild til friðunar giltu um réttarstöðu hans þær reglur sem að meginstefnu hefðu gilt hér á landi um þessi efni frá fornu fari auk þess sem hann kynni að njóta þess sérstaka verndarréttar sem verið hefði í íslenskum rétti frá gildistöku fyrstu heildarlaga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. árið 1969. Umboðsmaður tók aftur á móti enga afstöðu til þeirra atvika sem lýst var í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eða réttarstöðu viðkomandi að öðru leyti.“ Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins (mál nr. DMR21080053) frá 11. janúar 2023 var til umfjöllunar ákvörðun lögreglustjóra að synja beiðni A um að smala ágangsfé úr landi jarðar hans. Ákvörðun lögreglustjóra byggði á fyrrgreindum leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, þ.e. að 8. og 9. gr. laga nr. 38/2013 væru ósamrýmanleg 33. gr. laga nr. 6/1986. Ráðuneytið var ósammála ákvörðun lögreglustjóra og tók undir þá niðurstöðu sem fram kemur í fyrrgreindu áliti umboðsmanns Alþingis. Eftir að álit umboðsmanns Alþingis og úrskurður dómsmálaráðuneytisins lágu fyrir, hefur því verið haldið fram að lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum sé ágangur. Af þeim sökum sé sveitarfélögum eða eftir atvikum lögreglu skylt að bregðast við óskum landeigenda og fjarlægja búféð á kostnað eigenda þess. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að mönnum er ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um slíkt. Það hefur Hæstiréttur Íslands staðfest. Búfjáreigendum eða vörslumönnum verður ekki metið það til sakar ef búféð gengur laust ef lausaganga er heimil í viðkomandi sveitarfélagi sbr. lögum nr. 38/2013 um búfjárhald. Sveitarfélög eiga að setja sér fjallskilasamþykkt á grunni laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. þar sem lögin eru nánar útfærð. Það kann að vera að í sumum tilfellum þurfi að bæta þær. Það er alveg skýrt að ekki hafa orðið neinar breytingar á lögum er varða lausagöngu búfjár og það sætir því furðu að fylgjast með fréttaflutningi þar sem öðru er haldið fram. Það er lágmarkskrafa þegar fjallað er um svo mikilvægt málefni að fréttamiðlar vandi sína vinnu og framsetningu. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun