Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 14:43 Hugh Grant í Óskarsverðlauna eftirpartýinu í gær. Getty/Stefanie Keenan Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk. Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk.
Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira