Forsetinn fagnaði með Álftnesingum: „Nú er um að gera að njóta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 23:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal áhorfenda þegar Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mikið afrek fyrir ekki stærra sveitarfélag leyfi ég mér að segja þótt að við auðvitað tilheyrum nú Garðabæ við Álftnesingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og stuðningsmaður Álftaness, eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni fyrr í kvöld. Eins og alþjóð veit er forsetinn mikill íþróttaáhugamaður og hann hefur verið tíður gestur á leikjum Álftaness í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Hann var því eðlilega kátur þegar sætið í Subway-deildinni var tryggt. „Þetta er afrakstur vinnu fjölda fólks sem hefur lagt af mörkum og nú er um að gera að njóta. Markmiðinu er náð.“ Sinnir sjálfboðastarfi á leikjum Guðni hefur ekki aðeins mætt í Forsetahöllina sem áhorfandi á körfuboltaleiki, heldur hefur hann oft lagt sitt af mörkum sem sjálfboðaliði í gegnum tíðina. „Ég hef reynt að hjálpa til bara með krökkunum. Ég hef ekki verið að hlaða á mig verkefnum, en ég hef notið þess. Þetta er svo gott fyrir okkur Álfnesinga að koma hér saman og styðja okkar lið. Þetta er gott fyrir bæjarbraginn og svo verður auðvitað svakalegt fjör þegar verður hér alvöru grannaslagur næsta vetur,“ sagði Guðni, en Álftanes mun að sjálfsögðu taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni í Subway-deildinni á næsta tímabili. Stemningin í Forsetahöllinni var góð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið“ Þá segir Guðni að það að eiga lið í deild þeirra bestu hafi mikla þýðingu fyrir lítið bæjarfélag eins og Álftanes. „Það gerir það og þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið fyrir svona öflugan bæjarbrag. Hér hittumst við nágrannar, vinir, foreldrar og krakkar og spjöllum og eigum góða stund fyrir utan það að styðja okkar lið. Þannig þetta er það jákvæða við þetta og nú bara gætum við okkar á að fara ekki offari.“ Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta lið Álftaness er líka með yngriflokkastarf sem er að vaxa og við ætlum að gera það enn öflugra. Þannig við tökum öll þátt í þessu saman og förum ekki að ætla okkur um of. Við reynum að hanga uppi en svo verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Við höfum því miður dæmi um það að það er hægara sagt en gert. Það er ekkert mál að fara upp en að hanga uppi, það er önnur saga.“ Íþróttir hafi sameiningarmátt Guðni tók einnig undir það að íþróttir og árangur í íþróttum sameini fólk. „Þetta gerir það, virkilega. Þetta gerir það og maður finnur það hvað fólki finnst gaman að geta hist og horft á sitt lið. Þannig að það er það jákvæða við þetta og við ætlum að halda áfram á þeirri braut.“ Að lokum viðurkenndi Guðni að hann væri nú bara nokkuð montinn með sína menn. „Ég er það fyrir hönd liðsins. Auðvitað hef ég ekki gert neitt annað en að mæta hér og svona aðeins hjálpað til. En það er fjöldi fólks sem á hrós skilið fyrir alveg ótrúlega vinnu og elju við að halda þessu gangandi. Út á það gengur þetta,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að lokum. Stuðningsmenn Álftaness létu vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Hulda Margrét UMF Álftanes Subway-deild karla Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Eins og alþjóð veit er forsetinn mikill íþróttaáhugamaður og hann hefur verið tíður gestur á leikjum Álftaness í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Hann var því eðlilega kátur þegar sætið í Subway-deildinni var tryggt. „Þetta er afrakstur vinnu fjölda fólks sem hefur lagt af mörkum og nú er um að gera að njóta. Markmiðinu er náð.“ Sinnir sjálfboðastarfi á leikjum Guðni hefur ekki aðeins mætt í Forsetahöllina sem áhorfandi á körfuboltaleiki, heldur hefur hann oft lagt sitt af mörkum sem sjálfboðaliði í gegnum tíðina. „Ég hef reynt að hjálpa til bara með krökkunum. Ég hef ekki verið að hlaða á mig verkefnum, en ég hef notið þess. Þetta er svo gott fyrir okkur Álfnesinga að koma hér saman og styðja okkar lið. Þetta er gott fyrir bæjarbraginn og svo verður auðvitað svakalegt fjör þegar verður hér alvöru grannaslagur næsta vetur,“ sagði Guðni, en Álftanes mun að sjálfsögðu taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni í Subway-deildinni á næsta tímabili. Stemningin í Forsetahöllinni var góð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið“ Þá segir Guðni að það að eiga lið í deild þeirra bestu hafi mikla þýðingu fyrir lítið bæjarfélag eins og Álftanes. „Það gerir það og þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið fyrir svona öflugan bæjarbrag. Hér hittumst við nágrannar, vinir, foreldrar og krakkar og spjöllum og eigum góða stund fyrir utan það að styðja okkar lið. Þannig þetta er það jákvæða við þetta og nú bara gætum við okkar á að fara ekki offari.“ Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta lið Álftaness er líka með yngriflokkastarf sem er að vaxa og við ætlum að gera það enn öflugra. Þannig við tökum öll þátt í þessu saman og förum ekki að ætla okkur um of. Við reynum að hanga uppi en svo verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Við höfum því miður dæmi um það að það er hægara sagt en gert. Það er ekkert mál að fara upp en að hanga uppi, það er önnur saga.“ Íþróttir hafi sameiningarmátt Guðni tók einnig undir það að íþróttir og árangur í íþróttum sameini fólk. „Þetta gerir það, virkilega. Þetta gerir það og maður finnur það hvað fólki finnst gaman að geta hist og horft á sitt lið. Þannig að það er það jákvæða við þetta og við ætlum að halda áfram á þeirri braut.“ Að lokum viðurkenndi Guðni að hann væri nú bara nokkuð montinn með sína menn. „Ég er það fyrir hönd liðsins. Auðvitað hef ég ekki gert neitt annað en að mæta hér og svona aðeins hjálpað til. En það er fjöldi fólks sem á hrós skilið fyrir alveg ótrúlega vinnu og elju við að halda þessu gangandi. Út á það gengur þetta,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að lokum. Stuðningsmenn Álftaness létu vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
UMF Álftanes Subway-deild karla Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira