Játa að hafa orðið tólf ára stúlkunni að bana Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 17:14 Blóm og kerti hafa verið lögð niður í nágrenni við þar sem lík Luise fannst. Getty/Roberto Pfeil Tvær stúlkur, tólf og þrettán ára gamlar, játuðu að hafa orðið annarri tólf ára stúlku að bana í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar síðastliðinn laugardag og fannst hún svo látin síðdegis daginn eftir. Stúlkan sem fannst látin heitir Luise en foreldrar hennar höfðu fyrst samband við lögregluna um klukkan 19:45 á laugardaginn. Luise hafði lagt af stað heim frá vini sínum fyrr um daginn en ekkert hafði spurst til hennar í nokkurn tíma. Ákveðið var að hefja leit að Luise en leitin bar ekki árangur um kvöldið á laugardeginum. Daginn eftir fannst lík hennar í grennd við gömul göng. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið stungin nokkrum sinnum með hníf og að hún hafi látist í kjölfar þess. Engin merki voru um að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Lík Luise fannst í nágrenni við þessi göng.Getty/Roberto Pfeil Játuðu morðið en verða ekki sóttar til saka Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að tvær stelpur á svipuðum aldri og Luise væru grunaðar um morðið. Lögreglan staðfesti það svo á blaðamannafundi að tólf og þrettán ára stelpurnar væru grunaðar. Samkvæmt Bild játuðu stelpurnar morðið í yfirheyrslu og sönnunargögn styðja við þeirra frásögn. Þar sem sakhæfisaldur er fjórtán ára í Þýskalandi verða stelpurnar tvær ekki sóttar til saka. Viðeigandi yfirvöld munu taka við þeim og sjá um næstu skref. Aðstoðarlögreglustjóri orðlaus Það sem vekur athygli í málinu er að lík Luise fannst ekki á leið hennar heim til sín heldur í um tveggja kílómetra fjarlægð í hina áttina frá húsi vinar hennar. Lögreglan vildi ekki veita upplýsingar um ástæðuna fyrir þessu á blaðamannafundinum. Þá kom fram á fundinum að lögreglan væri ekki ennþá búin að finna morðvopnið. Jürgen Süs, aðstoðarlögreglustjóri í Koblenz, segir að þetta mál hafi komið honum í opna skjöldu þrátt fyrir að hann hafi starfað í lögreglunni í rúma fjóra áratugi. Hann sé orðlaus. Sem stendur sé lögreglan ekki að leita að neinum öðrum í tengslum við málið en að sé leitað sönnunargagna. Erlend sakamál Þýskaland Tengdar fréttir Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Stúlkan sem fannst látin heitir Luise en foreldrar hennar höfðu fyrst samband við lögregluna um klukkan 19:45 á laugardaginn. Luise hafði lagt af stað heim frá vini sínum fyrr um daginn en ekkert hafði spurst til hennar í nokkurn tíma. Ákveðið var að hefja leit að Luise en leitin bar ekki árangur um kvöldið á laugardeginum. Daginn eftir fannst lík hennar í grennd við gömul göng. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið stungin nokkrum sinnum með hníf og að hún hafi látist í kjölfar þess. Engin merki voru um að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Lík Luise fannst í nágrenni við þessi göng.Getty/Roberto Pfeil Játuðu morðið en verða ekki sóttar til saka Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að tvær stelpur á svipuðum aldri og Luise væru grunaðar um morðið. Lögreglan staðfesti það svo á blaðamannafundi að tólf og þrettán ára stelpurnar væru grunaðar. Samkvæmt Bild játuðu stelpurnar morðið í yfirheyrslu og sönnunargögn styðja við þeirra frásögn. Þar sem sakhæfisaldur er fjórtán ára í Þýskalandi verða stelpurnar tvær ekki sóttar til saka. Viðeigandi yfirvöld munu taka við þeim og sjá um næstu skref. Aðstoðarlögreglustjóri orðlaus Það sem vekur athygli í málinu er að lík Luise fannst ekki á leið hennar heim til sín heldur í um tveggja kílómetra fjarlægð í hina áttina frá húsi vinar hennar. Lögreglan vildi ekki veita upplýsingar um ástæðuna fyrir þessu á blaðamannafundinum. Þá kom fram á fundinum að lögreglan væri ekki ennþá búin að finna morðvopnið. Jürgen Süs, aðstoðarlögreglustjóri í Koblenz, segir að þetta mál hafi komið honum í opna skjöldu þrátt fyrir að hann hafi starfað í lögreglunni í rúma fjóra áratugi. Hann sé orðlaus. Sem stendur sé lögreglan ekki að leita að neinum öðrum í tengslum við málið en að sé leitað sönnunargagna.
Erlend sakamál Þýskaland Tengdar fréttir Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17