Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2023 18:05 Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar, og Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar. Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. Allt þetta hófst með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og sendinefndar í höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco í maí síðastliðnum. Fyrsti áfangi samstarfsverkefnisins sneri að því að kenna fyrri kynslóð GPT mállíkansins íslensku (svokölluð „fínþjálfun“) og að meta hversu mikið af textagögnum þyrfti til að ná því markmiði. Þegar undirbúningur fyrir nýja kynslóð GPT líkansins fór á skrið, GPT-4, leitaði OpenAI til Miðeindar um að taka þátt í þjálfun þess. Nýja líkanið verður mun stærra og öflugra en fyrirrennarinn. Miðeind safnaði í hóp fjörutíu sjálfboðaliðum sem fengu það verkefni að undirbúa spurningar og fleiri verkefni á íslensku fyrir GPT-4. Síðan meta sjálfboðaliðarnir svör líkansins, gefa því einkunnir og kenna þvi hvernig það gæti svarað enn betur. „Það hefur verið afskaplega skemmtilegt að vinna með OpenAI í þessu spennandi verkefni. Maður hefur eiginlega þurft að klípa sig í handlegginn nokkrum sinnum til að minna sig á að við séum raunverulega að þjálfa næstu kynslóð gervigreindarlíkansins GPT-4 fyrir íslensku, eitt tungumála utan ensku,“ er haft eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, í tilkynningu. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þetta vera frábæran áfanga fyrir íslenska tungu og þetta sé til vitnis um þá mögunuðu vinnu sem unnin hefur verið innan máltækniáætlunarinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með Sam Altman, stofnanda og framkvæmdastjóra OpenAI í maí 2022. „Ör þróun gervigreindartækni er mikilvæg fyrir tungumál eins og íslensku, þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð – en við fáum þar ákveðið forskot með þessu samstarfi. Við viljum að framtíðin svari okkur á íslensku, og með gervigreindinni aukast möguleikarnir á því. Samvinnan skilar okkur árangri,“ er haft eftir Lilju. Eitt vinsælasta gervigreindarlausn heims, ChatGPT, er gert af OpenAI og hefur slegið í gegn hjá milljónum notenda. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í Ísland í dag klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Svakalegt áhættuatriði heppnaðist Gervigreind Íslendingar erlendis Tækni Íslensk tunga Tengdar fréttir Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Allt þetta hófst með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og sendinefndar í höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco í maí síðastliðnum. Fyrsti áfangi samstarfsverkefnisins sneri að því að kenna fyrri kynslóð GPT mállíkansins íslensku (svokölluð „fínþjálfun“) og að meta hversu mikið af textagögnum þyrfti til að ná því markmiði. Þegar undirbúningur fyrir nýja kynslóð GPT líkansins fór á skrið, GPT-4, leitaði OpenAI til Miðeindar um að taka þátt í þjálfun þess. Nýja líkanið verður mun stærra og öflugra en fyrirrennarinn. Miðeind safnaði í hóp fjörutíu sjálfboðaliðum sem fengu það verkefni að undirbúa spurningar og fleiri verkefni á íslensku fyrir GPT-4. Síðan meta sjálfboðaliðarnir svör líkansins, gefa því einkunnir og kenna þvi hvernig það gæti svarað enn betur. „Það hefur verið afskaplega skemmtilegt að vinna með OpenAI í þessu spennandi verkefni. Maður hefur eiginlega þurft að klípa sig í handlegginn nokkrum sinnum til að minna sig á að við séum raunverulega að þjálfa næstu kynslóð gervigreindarlíkansins GPT-4 fyrir íslensku, eitt tungumála utan ensku,“ er haft eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, í tilkynningu. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þetta vera frábæran áfanga fyrir íslenska tungu og þetta sé til vitnis um þá mögunuðu vinnu sem unnin hefur verið innan máltækniáætlunarinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með Sam Altman, stofnanda og framkvæmdastjóra OpenAI í maí 2022. „Ör þróun gervigreindartækni er mikilvæg fyrir tungumál eins og íslensku, þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð – en við fáum þar ákveðið forskot með þessu samstarfi. Við viljum að framtíðin svari okkur á íslensku, og með gervigreindinni aukast möguleikarnir á því. Samvinnan skilar okkur árangri,“ er haft eftir Lilju. Eitt vinsælasta gervigreindarlausn heims, ChatGPT, er gert af OpenAI og hefur slegið í gegn hjá milljónum notenda. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í Ísland í dag klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Svakalegt áhættuatriði heppnaðist
Gervigreind Íslendingar erlendis Tækni Íslensk tunga Tengdar fréttir Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01