Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 08:30 Lærisveinar Klopp þurftu kraftaverk í gær. Gegn Real Madríd voru litlar líkur á að það myndi raungerast. Ryan Pierse/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni. Í gær féll Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að tapa 1-0 fyrir Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Liverpool hafði tapað fyrri leiknum 5-2 og hefði því þurft kraftaverk til að komast. Var þetta þriðja tímabilið í röð þar sem Real slær Liverpool út úr Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð mættust liðin í úrslitum og þar vann Real 1-0 sigur þökk sé marki Vinícius Júnior. Í ár var sigurinn öllu meira sannfærandi. Ef við förum aftur til tímabilsins 2020-21 þá mættust liðin í 8-liða úrslitum. Þar hafði Real Madríd betur eftir 3-1 sigur á Bernabéu og 0-0 jafntefli á Anfield. Árið þar áður hafði Liverpool tapað fyrir nágrönnum Real í Atlético Madríd í 16-liða úrslitum. Vorið 2019 vann Liverpool Meistaradeildina og tókst þar með að hrista draugana frá árinu á undan af sér en þá fór liðið einnig alla leið í úrslit, gegn Real Madríd. Er sá leikur frægastur fyrir skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool og meiðsli Mohamed Salah. 6 - Under Jürgen Klopp, all six of Liverpool s eliminations from major European competitions have come against Spanish clubs (Sevilla x1, Atlético Madrid x1 and Real Madrid x4). Adios. pic.twitter.com/SaTvkucSvC— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2023 Spænsku álögin eiga ekki aðeins við í Meistaradeildinni en tímabilið 2015-16 fór Liverpool í úrslit Evrópudeildarinnar en laut í gras gegn Sevilla, lokatölur 3-1 spænska liðinu í vil. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Tengdar fréttir Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Í gær féll Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að tapa 1-0 fyrir Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Liverpool hafði tapað fyrri leiknum 5-2 og hefði því þurft kraftaverk til að komast. Var þetta þriðja tímabilið í röð þar sem Real slær Liverpool út úr Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð mættust liðin í úrslitum og þar vann Real 1-0 sigur þökk sé marki Vinícius Júnior. Í ár var sigurinn öllu meira sannfærandi. Ef við förum aftur til tímabilsins 2020-21 þá mættust liðin í 8-liða úrslitum. Þar hafði Real Madríd betur eftir 3-1 sigur á Bernabéu og 0-0 jafntefli á Anfield. Árið þar áður hafði Liverpool tapað fyrir nágrönnum Real í Atlético Madríd í 16-liða úrslitum. Vorið 2019 vann Liverpool Meistaradeildina og tókst þar með að hrista draugana frá árinu á undan af sér en þá fór liðið einnig alla leið í úrslit, gegn Real Madríd. Er sá leikur frægastur fyrir skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool og meiðsli Mohamed Salah. 6 - Under Jürgen Klopp, all six of Liverpool s eliminations from major European competitions have come against Spanish clubs (Sevilla x1, Atlético Madrid x1 and Real Madrid x4). Adios. pic.twitter.com/SaTvkucSvC— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2023 Spænsku álögin eiga ekki aðeins við í Meistaradeildinni en tímabilið 2015-16 fór Liverpool í úrslit Evrópudeildarinnar en laut í gras gegn Sevilla, lokatölur 3-1 spænska liðinu í vil.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Tengdar fréttir Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00