FIFPRO pressar á FIFA: „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 10:31 Bandarísku landsliðskonurnar fagna sigri á HM 2019 en Bandaríkin fékk fjóra milljón dollara fyrir sigurinn á meðan karlalið Argentínu fékk 42 milljónir dollara fyrir sigurinn á HM 2022. Getty/Mikoaj Barbanell Alþjóða leikmannasamtökin FIFPRO, kalla nú formlega eftir því að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, jafni aðstöðu og almennan hlut kvenna á heimsmeistaramótum miðað við hvað karlpeningurinn fær að njóta á samskonar mótum. FIFPRO vakti athygli á þeirri staðreynd að konur á HM 2019 fengu aðeins sjö prósent af því sem karlarnir fengu á HM 2022. Nú hafa leikmannasamtökin skrifað bréf til FIFA þar sem kallað er eftir jafnrétti varðandi aðstöðu, aðbúnað og verðlaunafé á HM kvenna og HM karla í fótbolta. FIFPro wants equal pay for equal work (so do we, OFC). The union proposed that FIFA set an equal framework of regulations and conditions for both WCs including travel, facilities and delegation size and pay out equal prize money for the competitions. pic.twitter.com/WwrHYQeyeI— The GIST USA (@thegistusa) March 15, 2023 ESPN fékk að sjá bréfið sem var sent beint til Gianni Infantino, forseta FIFA, í október síðastliðnum eða rétt fyrir heimsmeistaramót karla í Katar. The Wall Street Journal fjallaði fyrst um málið en fjórir mánuðir eru í að HM kvenna hefjist sem fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Leikmannasamtökin segja meðal annars að mun lægra verðlaunafé hafi það meðal annars í för með sér að þjóðir munu setja karlalandsliðið í forgang yfir kvennalandsliðið. Um leið er litið á kvennafótbolta sem útgjaldalið en ekki að hann sé að leggja eitthvað fram til íþróttarinnar. „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun,“ segir meðal annars í bréfinu. ESPN fékk líka yfirlýsingu frá FIFPRO og þar segir meðal annars að leikmenn frá 150 kvennalandsliðum í heimi hafi skrifað undir bréfið sem var sent til Infantino og FIFA í október á síðasta ári. FIFPro have sent a letter to FIFA - signed by 150 women's national team players - calling for equal World Cup prize money.https://t.co/AvJCkqbDdK— Anthony Joseph (@AnthonyRJoseph) March 15, 2023 Verðlaunaféð á HM í Katar var alls upp á 440 milljónir dollara, 63 milljarðar, þar af fengu heimsmeistarar Argentínu 42 milljónir dollara, sex milljarða króna. Árið 2019 var heildarupphæð verðlaunafés á HM kvenna 30 milljónir dollara, 4,2 milljarðar króna þar af fengu heimsmeistarar Bandaríkjanna fjórar milljónir dollara eða 572 milljónir íslenskra króna. Fótboltakonur heimsins vilja skilja við íþróttina sína í betri stöðu en þegar þær komu inn í hana þannig að næsta kynslóð knattspyrnukvenna geti notið betri aðstöðu og betri tækifæra en þær. HM 2022 í Katar FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
FIFPRO vakti athygli á þeirri staðreynd að konur á HM 2019 fengu aðeins sjö prósent af því sem karlarnir fengu á HM 2022. Nú hafa leikmannasamtökin skrifað bréf til FIFA þar sem kallað er eftir jafnrétti varðandi aðstöðu, aðbúnað og verðlaunafé á HM kvenna og HM karla í fótbolta. FIFPro wants equal pay for equal work (so do we, OFC). The union proposed that FIFA set an equal framework of regulations and conditions for both WCs including travel, facilities and delegation size and pay out equal prize money for the competitions. pic.twitter.com/WwrHYQeyeI— The GIST USA (@thegistusa) March 15, 2023 ESPN fékk að sjá bréfið sem var sent beint til Gianni Infantino, forseta FIFA, í október síðastliðnum eða rétt fyrir heimsmeistaramót karla í Katar. The Wall Street Journal fjallaði fyrst um málið en fjórir mánuðir eru í að HM kvenna hefjist sem fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Leikmannasamtökin segja meðal annars að mun lægra verðlaunafé hafi það meðal annars í för með sér að þjóðir munu setja karlalandsliðið í forgang yfir kvennalandsliðið. Um leið er litið á kvennafótbolta sem útgjaldalið en ekki að hann sé að leggja eitthvað fram til íþróttarinnar. „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun,“ segir meðal annars í bréfinu. ESPN fékk líka yfirlýsingu frá FIFPRO og þar segir meðal annars að leikmenn frá 150 kvennalandsliðum í heimi hafi skrifað undir bréfið sem var sent til Infantino og FIFA í október á síðasta ári. FIFPro have sent a letter to FIFA - signed by 150 women's national team players - calling for equal World Cup prize money.https://t.co/AvJCkqbDdK— Anthony Joseph (@AnthonyRJoseph) March 15, 2023 Verðlaunaféð á HM í Katar var alls upp á 440 milljónir dollara, 63 milljarðar, þar af fengu heimsmeistarar Argentínu 42 milljónir dollara, sex milljarða króna. Árið 2019 var heildarupphæð verðlaunafés á HM kvenna 30 milljónir dollara, 4,2 milljarðar króna þar af fengu heimsmeistarar Bandaríkjanna fjórar milljónir dollara eða 572 milljónir íslenskra króna. Fótboltakonur heimsins vilja skilja við íþróttina sína í betri stöðu en þegar þær komu inn í hana þannig að næsta kynslóð knattspyrnukvenna geti notið betri aðstöðu og betri tækifæra en þær.
HM 2022 í Katar FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira