Flatkökur og vínberjasulta í altarisgöngu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:30 Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021).
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar