Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 27-28 | Afturelding bikarmeistari 2023 Andri Már Eggertsson skrifar 18. mars 2023 18:54 Afturelding er bikarmeistari 2023 Vísir/Hulda Margrét Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Þetta var ótrúlegur endurkomu sigur hjá Mosfellingum þar sem Afturelding komst í fyrsta skipti yfir þegar aðeins átta mínútur voru eftir. Lokasprettur Aftureldingar var magnaður sem tryggði þeim bikarmeistaratitilinn. Blær Hinriksson í árásVísir/Hulda Margrét Haukar áttu fyrsta höggið og tóku frumkvæðið. Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og fengu stemninguna með sér. Varnarleikur Hauka var afar þéttur og Afturelding átti í miklum vandræðum með að leysa hann. Haukar voru bæði að stela boltanum sem skilaði auðveldum mörkum ásamt því að þvinga skyttur Aftureldingar í erfið skot. Það var hart barist í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Haukar voru með mikla yfirburði í tæplega tuttugu og fimm mínútur en gáfu eftir á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks sem kom Aftureldingu á bragðið. Mosfellingar náðu að minnka forskot Hauka niður í tvö mörk 15-13 þegar haldið var til hálfleiks. Seinni hálfleikur fór rólega af stað. Það var mikið um stopp og brottvísanir ásamt því þá hægði Afturelding leikinn mikið niður og spilaði langar sóknir. Þrátt fyrir að stemmningin hafi verið með Mosfellingum sem voru að spila betur þá skoruðu Haukar alltaf þegar munurinn var aðeins eitt mark. Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þegar átta mínútur voru eftir jafnaði Birkir Benediktsson leikinn og Haukar töpuðu boltanum strax í kjölfarið. Þorsteinn Leó skoraði í næstu sókn og kom Aftureldingu yfir 23-24. Mosfellingar fögnuðu þessu augnabliki eins og titillinn væri kominn í hús. Lokamínúturnar voru rafmagnaðar. Haukar náðu að minnka forskot Aftureldingar niður í eitt mark og fengu tækifæri til að jafna. Jovan Kukobat varði skot Adams Hauks og tryggði Aftureldingu fyrsta bikarmeistaratitilinn síðan 1999. Afturelding er bikarmeistari 2023Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Afturelding? Það var enginn afgangur af þessum eins marks sigri. Þetta var þolinmæði verkefni hjá Aftureldingu þar sem Mosfellingar komust í fyrsta skipti yfir þegar átta mínútur voru eftir. Afturelding spilaði frábærlega á lokamínútunum og skoruðu nánast í hverri sókn. Hverjir stóðu upp úr? Ihor Kopyshynsky dró vagninn sóknarlega sérstaklega þegar Afturelding var í vandræðum með að skora. Ihor var markahæstur með tíu mörk úr þrettán skotum. Jovan Kukobat varði aðeins þrjú skot en tók mikilvægasta skot leiksins þegar hann varði síðasta skotið frá Adam Hauki Bamruk og sá til þess að leikurinn væri ekki á leiðinni í framlengingu. Hvað gekk illa? Haukar skoruðu ekki í tæplega átta mínútur í seinni hálfleik sem varð til þess að Afturelding komst yfir í fyrsta skipti í leiknum og öll stemmning var þeirra megin. Afturelding skoraði fimm mörk í röð og var það of stór biti fyrir Hauka. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast KA og Afturelding í KA-heimilinu klukkan 19:00. Haukar og Grótta eigast við á fimmtudaginn klukkan 19:30. Aron Rafn: Afturelding greip gæsina undir lokin Aron Rafn Eðvarðsson var svekktur eftir leik Vísir/Snædís Bára Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, var afar svekktur með eins marks tap í úrslitum Powerade-bikarsins. „Þegar stórt er spurt er fátt um svör,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson aðspurður hvað það var sem skildi á milli í leiknum. „Mér fannst við vera með þetta nánast allan leikinn en við duttum aðeins niður og þeir náðu að grípa gæsina og kláruðu þetta.“ Haukar lentu í fyrsta skipti undir þegar aðeins átta mínútur voru eftir og Aron var afar svekktur með hvernig Haukar enduðu leikinn. „Hrós á leikmenn Aftureldingar sem gáfust aldrei upp. Þeir fóru illa með okkur undir lokin þar sem þeir eru stórir og þungir og náðu að ýta okkur niður. Við vorum klaufar varnarlega þar sem við fengum mikið af brottvísunum og þeir náðu að koma sér inn í leikinn þegar við vorum alltaf að lenda einum færri,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson að lokum. Myndir: Blær Hinriksson lyftir bikarmeistaratitlinumVísir/Hulda Margrét Stefán Árnason og Gunnar Magnússon fagna Vísir/Hulda Margrét Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 2 mörk í kvöld Vísir/Hulda Margrét Það var góð stemmning í Höllinni Vísir/Hulda Margrét Olís-deild karla Powerade-bikarinn Haukar Afturelding
Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Þetta var ótrúlegur endurkomu sigur hjá Mosfellingum þar sem Afturelding komst í fyrsta skipti yfir þegar aðeins átta mínútur voru eftir. Lokasprettur Aftureldingar var magnaður sem tryggði þeim bikarmeistaratitilinn. Blær Hinriksson í árásVísir/Hulda Margrét Haukar áttu fyrsta höggið og tóku frumkvæðið. Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og fengu stemninguna með sér. Varnarleikur Hauka var afar þéttur og Afturelding átti í miklum vandræðum með að leysa hann. Haukar voru bæði að stela boltanum sem skilaði auðveldum mörkum ásamt því að þvinga skyttur Aftureldingar í erfið skot. Það var hart barist í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Haukar voru með mikla yfirburði í tæplega tuttugu og fimm mínútur en gáfu eftir á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks sem kom Aftureldingu á bragðið. Mosfellingar náðu að minnka forskot Hauka niður í tvö mörk 15-13 þegar haldið var til hálfleiks. Seinni hálfleikur fór rólega af stað. Það var mikið um stopp og brottvísanir ásamt því þá hægði Afturelding leikinn mikið niður og spilaði langar sóknir. Þrátt fyrir að stemmningin hafi verið með Mosfellingum sem voru að spila betur þá skoruðu Haukar alltaf þegar munurinn var aðeins eitt mark. Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þegar átta mínútur voru eftir jafnaði Birkir Benediktsson leikinn og Haukar töpuðu boltanum strax í kjölfarið. Þorsteinn Leó skoraði í næstu sókn og kom Aftureldingu yfir 23-24. Mosfellingar fögnuðu þessu augnabliki eins og titillinn væri kominn í hús. Lokamínúturnar voru rafmagnaðar. Haukar náðu að minnka forskot Aftureldingar niður í eitt mark og fengu tækifæri til að jafna. Jovan Kukobat varði skot Adams Hauks og tryggði Aftureldingu fyrsta bikarmeistaratitilinn síðan 1999. Afturelding er bikarmeistari 2023Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Afturelding? Það var enginn afgangur af þessum eins marks sigri. Þetta var þolinmæði verkefni hjá Aftureldingu þar sem Mosfellingar komust í fyrsta skipti yfir þegar átta mínútur voru eftir. Afturelding spilaði frábærlega á lokamínútunum og skoruðu nánast í hverri sókn. Hverjir stóðu upp úr? Ihor Kopyshynsky dró vagninn sóknarlega sérstaklega þegar Afturelding var í vandræðum með að skora. Ihor var markahæstur með tíu mörk úr þrettán skotum. Jovan Kukobat varði aðeins þrjú skot en tók mikilvægasta skot leiksins þegar hann varði síðasta skotið frá Adam Hauki Bamruk og sá til þess að leikurinn væri ekki á leiðinni í framlengingu. Hvað gekk illa? Haukar skoruðu ekki í tæplega átta mínútur í seinni hálfleik sem varð til þess að Afturelding komst yfir í fyrsta skipti í leiknum og öll stemmning var þeirra megin. Afturelding skoraði fimm mörk í röð og var það of stór biti fyrir Hauka. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast KA og Afturelding í KA-heimilinu klukkan 19:00. Haukar og Grótta eigast við á fimmtudaginn klukkan 19:30. Aron Rafn: Afturelding greip gæsina undir lokin Aron Rafn Eðvarðsson var svekktur eftir leik Vísir/Snædís Bára Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, var afar svekktur með eins marks tap í úrslitum Powerade-bikarsins. „Þegar stórt er spurt er fátt um svör,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson aðspurður hvað það var sem skildi á milli í leiknum. „Mér fannst við vera með þetta nánast allan leikinn en við duttum aðeins niður og þeir náðu að grípa gæsina og kláruðu þetta.“ Haukar lentu í fyrsta skipti undir þegar aðeins átta mínútur voru eftir og Aron var afar svekktur með hvernig Haukar enduðu leikinn. „Hrós á leikmenn Aftureldingar sem gáfust aldrei upp. Þeir fóru illa með okkur undir lokin þar sem þeir eru stórir og þungir og náðu að ýta okkur niður. Við vorum klaufar varnarlega þar sem við fengum mikið af brottvísunum og þeir náðu að koma sér inn í leikinn þegar við vorum alltaf að lenda einum færri,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson að lokum. Myndir: Blær Hinriksson lyftir bikarmeistaratitlinumVísir/Hulda Margrét Stefán Árnason og Gunnar Magnússon fagna Vísir/Hulda Margrét Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 2 mörk í kvöld Vísir/Hulda Margrét Það var góð stemmning í Höllinni Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti