Dómar fyrir að smygla inn kókaínfylltri jólastyttu mildaðir Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 22:55 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna áður en mennirnir sóttu hana. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi tvo karlmenn í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings, með því að hafa sótt jólastyttu fulla af kókaíni á pósthús, í dag. Mennirnir höfðu áður verið dæmdir í átján og 21 mánaðar fangelsi. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa reynt að sækja styttuna, sem borist hafði frá Þýskalandi, í desember árið 2021. Tollgæslan hafði fyrir það haft samband við lögreglu vegna þess að um eitt kíló af kókaíni hafði fundist í styttunni. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna. Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Í héraði taldi dómari skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir voru dæmdir til átján mánaða fangelsisvistar annars vega og 21 mánaða fangelsisvistar hins vegar. Dómar mildaðir vegna lítils styrks efnanna Landsréttur staðfesti sakfellingu mannanna með vísan til forsendna héraðsdóms en mildaði fangelsisdómana verulega. Í niðurstöðukafla dómsins segir að um hafi verið að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna en með hliðsjón af litlum styrkleika efnanna, sem var aðeins um sautján prósent, þyki refsing annars þeirra hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði og hins fangelsi í tólf mánuði. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna fyrir Landsrétti, um eina milljón króna hvor. Áður höfðu þeir verið dæmdir til að greiða um 2,2 milljónir króna annars vegar og ríflega þrjár milljónir króna hins vegar í málskostnað fyrir héraði. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa reynt að sækja styttuna, sem borist hafði frá Þýskalandi, í desember árið 2021. Tollgæslan hafði fyrir það haft samband við lögreglu vegna þess að um eitt kíló af kókaíni hafði fundist í styttunni. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna. Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Í héraði taldi dómari skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir voru dæmdir til átján mánaða fangelsisvistar annars vega og 21 mánaða fangelsisvistar hins vegar. Dómar mildaðir vegna lítils styrks efnanna Landsréttur staðfesti sakfellingu mannanna með vísan til forsendna héraðsdóms en mildaði fangelsisdómana verulega. Í niðurstöðukafla dómsins segir að um hafi verið að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna en með hliðsjón af litlum styrkleika efnanna, sem var aðeins um sautján prósent, þyki refsing annars þeirra hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði og hins fangelsi í tólf mánuði. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna fyrir Landsrétti, um eina milljón króna hvor. Áður höfðu þeir verið dæmdir til að greiða um 2,2 milljónir króna annars vegar og ríflega þrjár milljónir króna hins vegar í málskostnað fyrir héraði.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira