Lét allt og alla hjá Tottenham heyra það eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2023 23:30 Antonio Conte eftir leik dagsins. Andrew Matthews/Getty Images Antonio Conte var ekki skemmt eftir að lið hans, Tottenham Hotspur, missti niður tveggja marka forystu gegn Southampton, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það fengu allt og allir það óþvegið þegar hann mætti á blaðamannafund að leik loknum. Hefði Tottenham unnið Southampton í dag hefði liðið farið upp í 3. sæti með 51 stig, einu stigi meira en Manchester United. Rauðu djöflarnir hefðu samt átt tvo leiki til góða en Conte og hans menn væru þó allavega enn með fótinn á bensíngjöfinni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Þess í stað gerði liðið jafntefli og er nú aðeins tveimur stigum á undan Newcastle United sem á einnig tvo leiki til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með sjö stigum minna en Tottenham en einnig tvo leiki til góða. Það getur því enn allt gerst. Tottenham var með unninn leik í höndunum en liðið var 3-1 yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þó Conte hafi reynt að gera varnarskiptingar þá tókst botnliðinu samt að jafna metin og eðlilega var Ítalinn allt annað en sáttur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta.“ „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Antonio Conte attacked his Tottenham players and the entire culture and direction of the football club on Saturday night. pic.twitter.com/mWWSJ1hvm1— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 18, 2023 „Við erum atvinnumenn. Félagið borgar okkur mikið af peningum, leikmennirnir fá pening, ég fæ pening. Ekki til að finna afsakanir og hafa ekki neinn anda né sýna ábyrgð. Við erum að sýna þetta núna. Að mínu mati er það ekki boðlegt. Þetta er í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég er í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte went IN after Spurs draw (via @HaytersTV)pic.twitter.com/gMWJvVi4K5— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Næsti leikur Tottenham er ekki fyrr en eftir landsleikjahlé og verður forvitnilegt að sjá hvort Conte verði enn þjálfari liðsins þegar það mætir Everton í Guttagarði þann 3. apríl næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Hefði Tottenham unnið Southampton í dag hefði liðið farið upp í 3. sæti með 51 stig, einu stigi meira en Manchester United. Rauðu djöflarnir hefðu samt átt tvo leiki til góða en Conte og hans menn væru þó allavega enn með fótinn á bensíngjöfinni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Þess í stað gerði liðið jafntefli og er nú aðeins tveimur stigum á undan Newcastle United sem á einnig tvo leiki til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með sjö stigum minna en Tottenham en einnig tvo leiki til góða. Það getur því enn allt gerst. Tottenham var með unninn leik í höndunum en liðið var 3-1 yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þó Conte hafi reynt að gera varnarskiptingar þá tókst botnliðinu samt að jafna metin og eðlilega var Ítalinn allt annað en sáttur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta.“ „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Antonio Conte attacked his Tottenham players and the entire culture and direction of the football club on Saturday night. pic.twitter.com/mWWSJ1hvm1— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 18, 2023 „Við erum atvinnumenn. Félagið borgar okkur mikið af peningum, leikmennirnir fá pening, ég fæ pening. Ekki til að finna afsakanir og hafa ekki neinn anda né sýna ábyrgð. Við erum að sýna þetta núna. Að mínu mati er það ekki boðlegt. Þetta er í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég er í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte went IN after Spurs draw (via @HaytersTV)pic.twitter.com/gMWJvVi4K5— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Næsti leikur Tottenham er ekki fyrr en eftir landsleikjahlé og verður forvitnilegt að sjá hvort Conte verði enn þjálfari liðsins þegar það mætir Everton í Guttagarði þann 3. apríl næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira