Tala látinna í Ekvador fer hækkandi: Hlupu skelfingu lostin út á götu Máni Snær Þorláksson skrifar 19. mars 2023 00:15 Jarðskjálfti að stærð 6,8 skók Ekvador í dag. Að minnsta kosti þrettán létu lífið í skjálftanum. AP/Jorge Sanchez Tala látinna vegna jarðskjálftans sem skók Ekvador og norðurhluta Perú í dag fer hækkandi. Þrettán hafa látið lífið og fleiri einstaklingar eru særðir. Fjölmargar byggingar skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt AP eru staðfest andlát vegna skjálftans nú þrettán talsins. Tólf létu lífið í Ekvador og einn í Perú. Sú sem lést í Perú er fjögurra ára gömul stelpa sem lést vegna höfuðáverka sem hún fékk er heimili hennar hrundi. Stelpan átti heima á Tumbes svæðinu en svæðið eru við landamæri Perú og Ekvador. Þá hefur verið greint frá því að einn einstaklingur hafi látist í Ekvador er veggur hrundi á bíl hans. Einnig hefur komið fram að þrjú létust er turn sem hélt uppi öryggismyndavélum féll á þau. Vottar aðstandendum samúð sína Guillermo Lasso, forseti Ekvador, vottar aðstandendum þeirra sem létu lífið samúð sína í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í kvöld. Lasso segir í yfirlýsingunni að yfirvöld séu að vinna hörðum höndum að því að laga skemmdirnar sem urðu vegna skjálftans, nóg sé til af fjármunum til að fara strax í þá vinnu. Las familias ecuatorianas no están solas. El Gobierno Nacional está siempre para brindarles todo su apoyo y contingente. pic.twitter.com/0clIE7Wjbf— Guillermo Lasso (@LassoGuillermo) March 18, 2023 Ljóst er að fjölmörg mannvirki skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt Reuters urðu skemmdir meðal annars á heimilum fólks, skólum og sjúkrahúsum. Einhverjar skemmdir urðu á Santa Rosa flugvellinum í borginni Machala en ekki þurfti að stöðva starfsemi þar. Hlupu út á götu Íbúar í Ekvador sem fjölmiðlar hafa rætt við í kjölfar skjálftans lýsa mikilli skelfingu sem greip um sig er skjálftinn reið yfir. „Við hlupum öll út á götu, við vorum mjög hrædd,“ er haft eftir Ernesto Alvarado, íbúa á eyjunni Puná, í frétt Reuters en upptök jarðskjálftans voru í grennd við eyjuna. Magaly Escandon, sem rekur fyrirtæki í ekvadorsku borginni Cuenca, segir svipaða sögu í samtali við AFP: „Ég hljóp út á götu því ég sá fólk sem var skelfingu lostið koma sér út úr bílnum sínum og hlaupa.“ Ekvador Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Samkvæmt AP eru staðfest andlát vegna skjálftans nú þrettán talsins. Tólf létu lífið í Ekvador og einn í Perú. Sú sem lést í Perú er fjögurra ára gömul stelpa sem lést vegna höfuðáverka sem hún fékk er heimili hennar hrundi. Stelpan átti heima á Tumbes svæðinu en svæðið eru við landamæri Perú og Ekvador. Þá hefur verið greint frá því að einn einstaklingur hafi látist í Ekvador er veggur hrundi á bíl hans. Einnig hefur komið fram að þrjú létust er turn sem hélt uppi öryggismyndavélum féll á þau. Vottar aðstandendum samúð sína Guillermo Lasso, forseti Ekvador, vottar aðstandendum þeirra sem létu lífið samúð sína í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í kvöld. Lasso segir í yfirlýsingunni að yfirvöld séu að vinna hörðum höndum að því að laga skemmdirnar sem urðu vegna skjálftans, nóg sé til af fjármunum til að fara strax í þá vinnu. Las familias ecuatorianas no están solas. El Gobierno Nacional está siempre para brindarles todo su apoyo y contingente. pic.twitter.com/0clIE7Wjbf— Guillermo Lasso (@LassoGuillermo) March 18, 2023 Ljóst er að fjölmörg mannvirki skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt Reuters urðu skemmdir meðal annars á heimilum fólks, skólum og sjúkrahúsum. Einhverjar skemmdir urðu á Santa Rosa flugvellinum í borginni Machala en ekki þurfti að stöðva starfsemi þar. Hlupu út á götu Íbúar í Ekvador sem fjölmiðlar hafa rætt við í kjölfar skjálftans lýsa mikilli skelfingu sem greip um sig er skjálftinn reið yfir. „Við hlupum öll út á götu, við vorum mjög hrædd,“ er haft eftir Ernesto Alvarado, íbúa á eyjunni Puná, í frétt Reuters en upptök jarðskjálftans voru í grennd við eyjuna. Magaly Escandon, sem rekur fyrirtæki í ekvadorsku borginni Cuenca, segir svipaða sögu í samtali við AFP: „Ég hljóp út á götu því ég sá fólk sem var skelfingu lostið koma sér út úr bílnum sínum og hlaupa.“
Ekvador Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira