Tala látinna í Ekvador fer hækkandi: Hlupu skelfingu lostin út á götu Máni Snær Þorláksson skrifar 19. mars 2023 00:15 Jarðskjálfti að stærð 6,8 skók Ekvador í dag. Að minnsta kosti þrettán létu lífið í skjálftanum. AP/Jorge Sanchez Tala látinna vegna jarðskjálftans sem skók Ekvador og norðurhluta Perú í dag fer hækkandi. Þrettán hafa látið lífið og fleiri einstaklingar eru særðir. Fjölmargar byggingar skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt AP eru staðfest andlát vegna skjálftans nú þrettán talsins. Tólf létu lífið í Ekvador og einn í Perú. Sú sem lést í Perú er fjögurra ára gömul stelpa sem lést vegna höfuðáverka sem hún fékk er heimili hennar hrundi. Stelpan átti heima á Tumbes svæðinu en svæðið eru við landamæri Perú og Ekvador. Þá hefur verið greint frá því að einn einstaklingur hafi látist í Ekvador er veggur hrundi á bíl hans. Einnig hefur komið fram að þrjú létust er turn sem hélt uppi öryggismyndavélum féll á þau. Vottar aðstandendum samúð sína Guillermo Lasso, forseti Ekvador, vottar aðstandendum þeirra sem létu lífið samúð sína í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í kvöld. Lasso segir í yfirlýsingunni að yfirvöld séu að vinna hörðum höndum að því að laga skemmdirnar sem urðu vegna skjálftans, nóg sé til af fjármunum til að fara strax í þá vinnu. Las familias ecuatorianas no están solas. El Gobierno Nacional está siempre para brindarles todo su apoyo y contingente. pic.twitter.com/0clIE7Wjbf— Guillermo Lasso (@LassoGuillermo) March 18, 2023 Ljóst er að fjölmörg mannvirki skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt Reuters urðu skemmdir meðal annars á heimilum fólks, skólum og sjúkrahúsum. Einhverjar skemmdir urðu á Santa Rosa flugvellinum í borginni Machala en ekki þurfti að stöðva starfsemi þar. Hlupu út á götu Íbúar í Ekvador sem fjölmiðlar hafa rætt við í kjölfar skjálftans lýsa mikilli skelfingu sem greip um sig er skjálftinn reið yfir. „Við hlupum öll út á götu, við vorum mjög hrædd,“ er haft eftir Ernesto Alvarado, íbúa á eyjunni Puná, í frétt Reuters en upptök jarðskjálftans voru í grennd við eyjuna. Magaly Escandon, sem rekur fyrirtæki í ekvadorsku borginni Cuenca, segir svipaða sögu í samtali við AFP: „Ég hljóp út á götu því ég sá fólk sem var skelfingu lostið koma sér út úr bílnum sínum og hlaupa.“ Ekvador Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Samkvæmt AP eru staðfest andlát vegna skjálftans nú þrettán talsins. Tólf létu lífið í Ekvador og einn í Perú. Sú sem lést í Perú er fjögurra ára gömul stelpa sem lést vegna höfuðáverka sem hún fékk er heimili hennar hrundi. Stelpan átti heima á Tumbes svæðinu en svæðið eru við landamæri Perú og Ekvador. Þá hefur verið greint frá því að einn einstaklingur hafi látist í Ekvador er veggur hrundi á bíl hans. Einnig hefur komið fram að þrjú létust er turn sem hélt uppi öryggismyndavélum féll á þau. Vottar aðstandendum samúð sína Guillermo Lasso, forseti Ekvador, vottar aðstandendum þeirra sem létu lífið samúð sína í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í kvöld. Lasso segir í yfirlýsingunni að yfirvöld séu að vinna hörðum höndum að því að laga skemmdirnar sem urðu vegna skjálftans, nóg sé til af fjármunum til að fara strax í þá vinnu. Las familias ecuatorianas no están solas. El Gobierno Nacional está siempre para brindarles todo su apoyo y contingente. pic.twitter.com/0clIE7Wjbf— Guillermo Lasso (@LassoGuillermo) March 18, 2023 Ljóst er að fjölmörg mannvirki skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt Reuters urðu skemmdir meðal annars á heimilum fólks, skólum og sjúkrahúsum. Einhverjar skemmdir urðu á Santa Rosa flugvellinum í borginni Machala en ekki þurfti að stöðva starfsemi þar. Hlupu út á götu Íbúar í Ekvador sem fjölmiðlar hafa rætt við í kjölfar skjálftans lýsa mikilli skelfingu sem greip um sig er skjálftinn reið yfir. „Við hlupum öll út á götu, við vorum mjög hrædd,“ er haft eftir Ernesto Alvarado, íbúa á eyjunni Puná, í frétt Reuters en upptök jarðskjálftans voru í grennd við eyjuna. Magaly Escandon, sem rekur fyrirtæki í ekvadorsku borginni Cuenca, segir svipaða sögu í samtali við AFP: „Ég hljóp út á götu því ég sá fólk sem var skelfingu lostið koma sér út úr bílnum sínum og hlaupa.“
Ekvador Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira