„Vorum klárlega betra liðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 07:01 Marco Silva var fyrstur að fjúka hjá Fulham er liðið hrundi á Old Trafford. Simon Stacpoole/Getty Images Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir í Fulham yfir þökk sé Serbanum með markanefið, Aleksandar Mitrović. Það mark kom á 50. mínútu og voru gestirnir með tögl og haldir á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerðust hins vegar ótrúlegir hluti. Brasilíumaðurinn Willian varði boltann með hendi á marklínu. Dómari leiksins fór á endanum og skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Marco Silva kom askvaðandi og virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla. Var hann samstundis rekinn af velli. Í kjölfarið fékk Willian rautt spjald fyrir að koma í veg fyrir mark og þá fékk Mitrović rautt spjald fyrir að tryllast og slá í hendi Chris Kavanagh dómara. Bruno Fernandes skoraði út vítaspyrnunni og örskömmu síðar hafði Marcel Sabitzer komið Man United yfir. Aðeins voru 265 sekúndur frá því að Willian var sendur í sturtu og að Man Utd var komið yfir. Marco Silva gave his honest opinion on a dramatic #EmiratesFACup semi-final at Old Trafford pic.twitter.com/mjWQSWMaZS— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 „Við vorum klárlega betri aðilinn þangað til þeir fengu vítaspyrnu og við rautt spjald. Við berum virðingu fyrir Manchester United en við vorum klárlega betra liðið,“ sagði Silva í viðtali eftir leik. „Það sem er erfitt að skilja er að tvívegis í fyrri hálfleik, þar sem í annað skiptið var klárlega brotið á Mitrović í annað skiptið, þá fór enginn í skjáinn. Af hverju skoðaði engin þau atvik,“ spurði Silva aðspurður út í rauðu spjöldin og vítaspyrnudóminn. „Ef þú spyrð hvort ég sé ánægður með það sem ég gerði þá er svarið hreint og beint nei. En ef þú spyrð mig hvort ég hafi verðskuldað rautt spjald, þá efast ég um það. Væri til í að vita hvað dómarinn skrifar í skýrsluna að ég hafi sagt við hann,“ sagði Silva að endingu um rauða spjaldið sem hann fékk. It's another trip to Wembley for @ManUtd! The Red Devils came back from a goal down to seal a 3-1 win and their place in the #EmiratesFACup semi-finals for a record-breaking 31st time! pic.twitter.com/PwI78OQyEl— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 Manchester United vann leikinn á endanum 3-1 og er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Brighton & Hove Albion. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir í Fulham yfir þökk sé Serbanum með markanefið, Aleksandar Mitrović. Það mark kom á 50. mínútu og voru gestirnir með tögl og haldir á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerðust hins vegar ótrúlegir hluti. Brasilíumaðurinn Willian varði boltann með hendi á marklínu. Dómari leiksins fór á endanum og skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Marco Silva kom askvaðandi og virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla. Var hann samstundis rekinn af velli. Í kjölfarið fékk Willian rautt spjald fyrir að koma í veg fyrir mark og þá fékk Mitrović rautt spjald fyrir að tryllast og slá í hendi Chris Kavanagh dómara. Bruno Fernandes skoraði út vítaspyrnunni og örskömmu síðar hafði Marcel Sabitzer komið Man United yfir. Aðeins voru 265 sekúndur frá því að Willian var sendur í sturtu og að Man Utd var komið yfir. Marco Silva gave his honest opinion on a dramatic #EmiratesFACup semi-final at Old Trafford pic.twitter.com/mjWQSWMaZS— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 „Við vorum klárlega betri aðilinn þangað til þeir fengu vítaspyrnu og við rautt spjald. Við berum virðingu fyrir Manchester United en við vorum klárlega betra liðið,“ sagði Silva í viðtali eftir leik. „Það sem er erfitt að skilja er að tvívegis í fyrri hálfleik, þar sem í annað skiptið var klárlega brotið á Mitrović í annað skiptið, þá fór enginn í skjáinn. Af hverju skoðaði engin þau atvik,“ spurði Silva aðspurður út í rauðu spjöldin og vítaspyrnudóminn. „Ef þú spyrð hvort ég sé ánægður með það sem ég gerði þá er svarið hreint og beint nei. En ef þú spyrð mig hvort ég hafi verðskuldað rautt spjald, þá efast ég um það. Væri til í að vita hvað dómarinn skrifar í skýrsluna að ég hafi sagt við hann,“ sagði Silva að endingu um rauða spjaldið sem hann fékk. It's another trip to Wembley for @ManUtd! The Red Devils came back from a goal down to seal a 3-1 win and their place in the #EmiratesFACup semi-finals for a record-breaking 31st time! pic.twitter.com/PwI78OQyEl— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 Manchester United vann leikinn á endanum 3-1 og er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Brighton & Hove Albion.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30