Fyrirliðinn fyrrverandi segir leikmenn Man Utd þurfa spark í afturendann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 10:31 Casemiro og Roy Keane þegar sá fyrrnefndi var tilkynntur sem leikmaður félagsins. Casemiro lék ekki gegn Fulham þar sem hann er í leikbanni. Ash Donelon/Getty Images Þrátt fyrir 3-1 sigur Manchester United á Fulham í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar á sunnudag segir fyrirliðinn fyrrverandi Roy Keane að leikmenn liðsins þurfi spark í afturendann. Man United vann heldur dramatískan sigur í 8-liða úrslitum þar sem liðið var marki undir þangað til það fékk vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Í sömu andrá var tveimur leikmönnum Fulham vikið af velli sem og þjálfara liðsins. Roy Keane vann nærri allt sem hægt var að vinna með félaginu er hann var fyrirliði þess í kringum aldamót. Í dag er hann sparkspekingur og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ég hef misst smá trúnna á því að horfa á Man United núna að undanförnu. Fyrir einum til tveimur mánuðum fannst mér leikmennirnir vera klárir í það sem koma skildi en í undanförnum leikjum hef ég séð gamla slæma ávana,“ sagði Keane eftir leikinn á Old Trafford í gær, sunnudag. „Það er allt í lagi að spila augnablikið endrum og eins en núna finnst mér eins og það sé í erfðaefni [e. DNA] þeirra. Þeir hafa leyft gömlum, slæmum, ávönum að koma aftur.“ „Aðalatriðið í leikjum sem þessum er að komast áfram í næstu umferð. Ég held samt að Erik Ten Hag [þjálfari Man United] sé mjög svekktur með það sem hann sá. Auðvitað skemmdu leikmenn Fulham fyrir sjálfum sér en leikmenn Man Utd voru ótrúlega slakir. Stundum er betra að vera heppinn en góður, þeir hafa fundið leiðir í síðustu leikjum en Fulham var sinn versti óvinur í dag.“ „Þeir [leikmenn Man Utd] mættu til leiks og töldu sig þegar hafa unnið leikinn því þeir eru með hágæða leikmenn. Ef þeir mæta með sama hugarfar í undanúrslitin þá mun Brighton & Hove Albion vinna þá.“ „Þeir þurfa spark í afturendann,“ sagði Keane að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira
Man United vann heldur dramatískan sigur í 8-liða úrslitum þar sem liðið var marki undir þangað til það fékk vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Í sömu andrá var tveimur leikmönnum Fulham vikið af velli sem og þjálfara liðsins. Roy Keane vann nærri allt sem hægt var að vinna með félaginu er hann var fyrirliði þess í kringum aldamót. Í dag er hann sparkspekingur og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ég hef misst smá trúnna á því að horfa á Man United núna að undanförnu. Fyrir einum til tveimur mánuðum fannst mér leikmennirnir vera klárir í það sem koma skildi en í undanförnum leikjum hef ég séð gamla slæma ávana,“ sagði Keane eftir leikinn á Old Trafford í gær, sunnudag. „Það er allt í lagi að spila augnablikið endrum og eins en núna finnst mér eins og það sé í erfðaefni [e. DNA] þeirra. Þeir hafa leyft gömlum, slæmum, ávönum að koma aftur.“ „Aðalatriðið í leikjum sem þessum er að komast áfram í næstu umferð. Ég held samt að Erik Ten Hag [þjálfari Man United] sé mjög svekktur með það sem hann sá. Auðvitað skemmdu leikmenn Fulham fyrir sjálfum sér en leikmenn Man Utd voru ótrúlega slakir. Stundum er betra að vera heppinn en góður, þeir hafa fundið leiðir í síðustu leikjum en Fulham var sinn versti óvinur í dag.“ „Þeir [leikmenn Man Utd] mættu til leiks og töldu sig þegar hafa unnið leikinn því þeir eru með hágæða leikmenn. Ef þeir mæta með sama hugarfar í undanúrslitin þá mun Brighton & Hove Albion vinna þá.“ „Þeir þurfa spark í afturendann,“ sagði Keane að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira