Nítján ára Spánverji tók fyrsta sæti heimslistans af Djokovic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 13:30 Carlos Alcaraz fagnari sigri á Indian Wells mótinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum um helgina. AP/Mark J. Terrill Carlos Alcaraz er kominn upp í efsta sæti heimslistans í tennis eftir sigur sinn á Indian Wells mótinu um helgina. Alcaraz vann 6-3 og 62- sigur á Daniil Medvedev í úrslitaleiknum. Hann tapaði ekki setti á mótinu. Alcaraz er nítján ára Spánverji og náði með þessum sigri að taka toppsæti heimslistans af Serbanum Novak Djokovic. Alcaraz routs Medvedev in Indian Wells final, reclaims No. 1 ranking https://t.co/HrrWliZckF pic.twitter.com/coSMWzTcKp— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Alcaraz naut auðvitað góðs af því að hinn óbólusetti Djokovic mátti ekki koma til Bandaríkjanna og keppti því ekki á mótinu. Djokovic bað um undantekningu frá reglunni en fékk neikvætt svar. Hann hefur ekki viljað bólusetja sig við kórónuveirunni og það hefur haft mikil áhrif á tennisferil hans. Carlos Alcaraz var kátur með sigurinn á mótinu og því að ná efsta sæti heimslistans. „Hjá mér er draumurinn að rætast aftur. Auðvitað skiptir það mig miklu að vera á undan frábærum tennisleikurum eins og Novak. Þetta er stórkostleg tilfinning,“ sagði Carlos Alcaraz. Carlos Alcaraz' achievements as a 19-year-old:First teenager to beat Nadal on clayFirst male teenager to reach world No.1 in the Open EraFirst male teenager to win the US Open since 1990First male teenager to win Indian Wells + MiamiGenerational pic.twitter.com/lB9TxBfM2t— Bastien Fachan (@BastienFachan) March 20, 2023 Á síðasta ári varð Carlos Alcaraz yngsti tennisleikari sögunnar til að komast upp í efsta sæti heimslistans en það gerði hann með sigri á Opna bandaríska mótinu. Djokovic hefur unnið flest mót sem hann hefur tekið þátt í og var kominn aftur upp fyrir spænska strákinn. Það hjálpar hins vegar Alcaraz mikið að Serbinn missir af mörgum mótum vegna bólusetningarþrjósku sinni. Hann vann sinn hundraðasta leik á mótaröðinni um helgina en aðeins John McEnroe var fljótari af því. Tennis Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Sjá meira
Alcaraz vann 6-3 og 62- sigur á Daniil Medvedev í úrslitaleiknum. Hann tapaði ekki setti á mótinu. Alcaraz er nítján ára Spánverji og náði með þessum sigri að taka toppsæti heimslistans af Serbanum Novak Djokovic. Alcaraz routs Medvedev in Indian Wells final, reclaims No. 1 ranking https://t.co/HrrWliZckF pic.twitter.com/coSMWzTcKp— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Alcaraz naut auðvitað góðs af því að hinn óbólusetti Djokovic mátti ekki koma til Bandaríkjanna og keppti því ekki á mótinu. Djokovic bað um undantekningu frá reglunni en fékk neikvætt svar. Hann hefur ekki viljað bólusetja sig við kórónuveirunni og það hefur haft mikil áhrif á tennisferil hans. Carlos Alcaraz var kátur með sigurinn á mótinu og því að ná efsta sæti heimslistans. „Hjá mér er draumurinn að rætast aftur. Auðvitað skiptir það mig miklu að vera á undan frábærum tennisleikurum eins og Novak. Þetta er stórkostleg tilfinning,“ sagði Carlos Alcaraz. Carlos Alcaraz' achievements as a 19-year-old:First teenager to beat Nadal on clayFirst male teenager to reach world No.1 in the Open EraFirst male teenager to win the US Open since 1990First male teenager to win Indian Wells + MiamiGenerational pic.twitter.com/lB9TxBfM2t— Bastien Fachan (@BastienFachan) March 20, 2023 Á síðasta ári varð Carlos Alcaraz yngsti tennisleikari sögunnar til að komast upp í efsta sæti heimslistans en það gerði hann með sigri á Opna bandaríska mótinu. Djokovic hefur unnið flest mót sem hann hefur tekið þátt í og var kominn aftur upp fyrir spænska strákinn. Það hjálpar hins vegar Alcaraz mikið að Serbinn missir af mörgum mótum vegna bólusetningarþrjósku sinni. Hann vann sinn hundraðasta leik á mótaröðinni um helgina en aðeins John McEnroe var fljótari af því.
Tennis Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Sjá meira