Einmanaleiki og óhamingja eykst meðal ungs fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 19:18 Dóra Guðrún segir óhamingju hafa aukist meðal ungmenna. Vísir/Sigurjón Einmanaleiki hefur aukist eftir Covid og íslensk ungmenni eru óhamingjusamari en þau voru eftir hrun samkvæmt nýjum tölum frá Landlækni. Sérfræðingur í hamingju segir skort á gæðastundum og umhyggju frá foreldrum spila þar stórt hlutverk. Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47
20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30