Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2023 19:00 Hákon Arnar í einum af sjö A-landsleikjum sínum. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn