Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2023 19:00 Hákon Arnar í einum af sjö A-landsleikjum sínum. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira