Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2023 09:01 Rúnar Alex Rúnarsson hefur þurft að aðlaga leik sinn undir stjórn nýs þjálfara. Hann kveðst hins vegar spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni. Getty/Robbie Jay Barratt Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara. Aðspurður um gengið í Tyrklandi undanfarnar vikur segir Rúnar Alex: „Upp og ofan. Þjálfarinn hætti mjög óvænt og það var mikil eftirsjá af honum. Við byrjuðum mjög vel með nýja þjálfaranum þar sem við vinnum 1-0 mjög góðan sigur og svo höfum við tapað síðustu tveimur og erum komnir í smá baráttu núna. Sem er ekkert dramatískt þannig en það hefði mátt ganga betur,“ segir Rúnar Alex sem segir ákveðnar áherslubreytingar hafa orðið eftir þjálfaraskiptin. „Við vorum með mjög nútímalegan þjálfara sem spilaði úr öllu og notaði mína styrkleika mjög mikið. Það hentaði mér mjög vel og var í raun langstærsta ástæðan fyrir því að ég fór út til Tyrklands til að byrja með,“ „Svo kemur nýr þjálfari sem er bara gamli skólinn. Við erum að verjast töluvert meira núna og spila löngum boltum. Það er allt í lagi, maður lærir bara að spila öðruvísi og glíma við það. Ég reyni þá að bæta mig á öðrum sviðum undir nýjum þjálfara,“ segir Rúnar Alex. Aðspurður um hvort mörg löng spörk sitji í honum eftir leikinn í fyrrakvöld segir hann: „Já, maður var að spila í gærkvöldi og lenti stuttu fyrir æfingu svo það er bara skynsamlegast. En vissulega voru þónokkuð mörg útspörk í gær sem sitja svolítið í mér.“ Klippa: Rúnar Alex Spenntur að byrja á erfiðum leik Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur er liðið mætir Bosníu í bænum Senica. Leiðin liggur eftir það til Liechtenstein á sunnudag. Rúnar kveðst spenntur fyrir nýtti undankeppni. „Ég er mjög spenntur að byrja á erfiðum leik. Ég held að það verði gott fyrir okkur og við höfum alltaf verið góðir gegn góðum þjóðum. Ég held það geti verið mjög gott fyrir okkur að byrja á vonandi góðum úrslitum og taka það með okkur inn í þessa undankeppni,“ „Við viljum fara á EM og þá verðum við að fá stig úr sem flestum leikjum. Þá er gott að byrja á því að fá úrslit í Bosníu og byggja ofan á það,“ segir Rúnar Alex. Fleira kemur fram í viðtalinu við Rúnar Alex sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Aðspurður um gengið í Tyrklandi undanfarnar vikur segir Rúnar Alex: „Upp og ofan. Þjálfarinn hætti mjög óvænt og það var mikil eftirsjá af honum. Við byrjuðum mjög vel með nýja þjálfaranum þar sem við vinnum 1-0 mjög góðan sigur og svo höfum við tapað síðustu tveimur og erum komnir í smá baráttu núna. Sem er ekkert dramatískt þannig en það hefði mátt ganga betur,“ segir Rúnar Alex sem segir ákveðnar áherslubreytingar hafa orðið eftir þjálfaraskiptin. „Við vorum með mjög nútímalegan þjálfara sem spilaði úr öllu og notaði mína styrkleika mjög mikið. Það hentaði mér mjög vel og var í raun langstærsta ástæðan fyrir því að ég fór út til Tyrklands til að byrja með,“ „Svo kemur nýr þjálfari sem er bara gamli skólinn. Við erum að verjast töluvert meira núna og spila löngum boltum. Það er allt í lagi, maður lærir bara að spila öðruvísi og glíma við það. Ég reyni þá að bæta mig á öðrum sviðum undir nýjum þjálfara,“ segir Rúnar Alex. Aðspurður um hvort mörg löng spörk sitji í honum eftir leikinn í fyrrakvöld segir hann: „Já, maður var að spila í gærkvöldi og lenti stuttu fyrir æfingu svo það er bara skynsamlegast. En vissulega voru þónokkuð mörg útspörk í gær sem sitja svolítið í mér.“ Klippa: Rúnar Alex Spenntur að byrja á erfiðum leik Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur er liðið mætir Bosníu í bænum Senica. Leiðin liggur eftir það til Liechtenstein á sunnudag. Rúnar kveðst spenntur fyrir nýtti undankeppni. „Ég er mjög spenntur að byrja á erfiðum leik. Ég held að það verði gott fyrir okkur og við höfum alltaf verið góðir gegn góðum þjóðum. Ég held það geti verið mjög gott fyrir okkur að byrja á vonandi góðum úrslitum og taka það með okkur inn í þessa undankeppni,“ „Við viljum fara á EM og þá verðum við að fá stig úr sem flestum leikjum. Þá er gott að byrja á því að fá úrslit í Bosníu og byggja ofan á það,“ segir Rúnar Alex. Fleira kemur fram í viðtalinu við Rúnar Alex sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn