Á förum frá Liverpool eftir að hafa leikið aðeins fjórtán mínútur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 23:31 Arthur Melo hefur ekki náð að heilla í treyju Liverpool. Enda ekki fengið mörg tækifæri til þess. Lewis Storey/Getty Images Brasilíski knattspyrnumaðurinn Arthur Melo verður ekki áfram í herbúðum Liverpool eftir að lánssamningur hans frá Juventus rennur út í sumar. Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar. Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok. Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello. Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023 Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það. Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar. Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok. Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello. Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023 Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það.
Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira