Átti „óformlegt samtal“ við Kára um hugvíkkandi efni og fanga Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2023 10:30 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að í tengslum við umræðu um hugvíkkandi efni sé rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar sem varði bætta meðferð og þjónustu við fanga sem margir glími við margháttaðan geðrænan vanda. Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherra viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Jón segir í svarinu að líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum þá hafi hann átt óformlegt samtal við Kára þar sem þeir hafi meðal annars rætt þá þróun sem hafi átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Umræðan spratt upp í kjölfar viðtals Frosta Logasonar við Kára þar sem þeir ræddu um hugvíkkandi efni. Kári minntist þar á í framhjáhlaupi að Jón hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með efnin á til dæmis þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Ráðherrann leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, þar sem hann vísar í forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Í samræmi við það hafi ekki verið sett af stað ein vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar. Þyrfti samþykki allra Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu fyrir um mánuði að ekki yrðu gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, myndu liggja fyrir. Sagðist hann opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál væru mjög áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Þá sagði Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Alþingi Hugvíkkandi efni Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherra viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Jón segir í svarinu að líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum þá hafi hann átt óformlegt samtal við Kára þar sem þeir hafi meðal annars rætt þá þróun sem hafi átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Umræðan spratt upp í kjölfar viðtals Frosta Logasonar við Kára þar sem þeir ræddu um hugvíkkandi efni. Kári minntist þar á í framhjáhlaupi að Jón hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með efnin á til dæmis þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Ráðherrann leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, þar sem hann vísar í forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Í samræmi við það hafi ekki verið sett af stað ein vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar. Þyrfti samþykki allra Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu fyrir um mánuði að ekki yrðu gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, myndu liggja fyrir. Sagðist hann opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál væru mjög áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Þá sagði Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða.
Alþingi Hugvíkkandi efni Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02
Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09