Skautadrottning lærir íslensku til að ná sér eftir slys Máni Snær Þorláksson skrifar 28. mars 2023 09:01 Danielle Galietti flutti til Íslands til að ná sér eftir slys. Vísir/Vilhelm Bandarísk kona sem lenti í slysi ákvað að koma til Íslands til að ná bata. Læknir hennar sagði að það væri ekkert sem hún gæti gert en hún fullyrðir að henni líði mun betur eftir að hafa verið hér í sjö mánuði. Hún lærir íslensku til að þjálfa heilann og fer í sund til að hjálpa líkamlegu hliðinni. Danielle Galietti er uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún lærði list og listasögu í háskólanum í Delaware og fékk meistarapróf í myndlist í Kaliforníu. Hún bjó í Massachusetts þegar hún lenti í vinnuslysi fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Hún rotaðist í slysinu og fékk heilaáverka (e. traumatic brain injury). „Þetta er eins og mjög slæmur heilahristingur,“ segir Danielle í samtali við blaðamann. Læknir Danielle í Bandaríkjunum sagði við hana að það væri í raun ekkert sem hún gæti gert til að flýta fyrir batanum. Það geti tekið allt að sjö ár að komast í fyrra horf eftir slys sem það sem Danielle lenti í. Slær tvær flugur í einu höggi á Íslandi Danielle lét sér þó ekki segjast og ákvað að taka til sinna ráða. Hún las sér til um ýmsar leiðir til að hjálpa batanum og rakst að lokum á eina sem henni leist vel á: Að læra nýtt tungumál. Hún réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hún ákvað að flytja til Íslands, skrá sig í háskóla og læra íslensku. Þannig gæti Danielle líka slegið tvær flugur í einu höggi því hún las einnig að það væri hægt að nota heitt og kalt vatn til að hjálpa taugakerfinu. „Ég kom líka til að taka þátt í sundlaugarmenningunni, fer í köldu og heitu pottana og syndi,“ segir hún. „Ég hjálpa heilanum mínum með skóla og svo hjálpa ég líkamanum mínum með því að fara í sund.“ Þá eru íslensku veturnir sérstaklega hentugir Danielle þar sem hún er mjög ljósnæm eftir slysið: „Ég elska veturna á Íslandi, þeir eru fullkomnir fyrir mig,“ segir hún og bætir við að hún hafi náð að sofa mikið og hvíla sig í vetur. Henni fannst líka gott að geta farið út á daginn án þess að vera í mikilli birtu. Dró vini sína til Íslands í hruninu Það eru þó fleiri tungumál í heiminum sem eru erfið og fleiri lönd sem hafa sundlaugar. Það var ekki það eina sem dró Danielle hingað til lands. Hún hefur nefnilega komið hingað áður, árið 2009. Þá hafði hún sannfært vini sína um að fara í vetrarfrí til Íslands í staðinn fyrir hefðbundið vetrarfrí eftir að hafa séð kvikmyndina Nói albínói. „Ég virkilega elskaði myndina. Söguþráðurinn, tónlistin og listin, hún var svo frábrugðin bandarískum kvikmyndum.“ Danielle heillaðist af Íslandi eftir að hafa séð Nóa albínóaKvikmyndavefurinn Eftir að Danielle sá íslensku myndina fór hún að leita að flugferðum til landsins. Þær voru þó helst til dýrar fyrir hennar smekk. Í kjölfar fjármálahrunsins varð svo ódýrara að koma hingað frá Bandaríkjunum. Þá ákvað Danielle að slá til og dró hún vini sína með sér til Íslands. „Allir hérna tóku okkur opnum örmum. Ég varð ástfangin af landinu og mér leið eins og ég væri heima hjá mér,“ segir Danielle sem komst svo síðar að því að hún hafði aðra tengingu við landið. Afi hennar hafði nefnilega komið hingað með bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Nú, 14 árum síðar, getur Danielle loksins kallað Ísland heimilið sitt – að minnsta kosti á meðan hún er í námi. „Mig langar að vera hérna lengi, mig langar að vera hérna að eilífu. Það er erfitt fyrir Bandaríkjamenn því við getum ekki bara komið hingað, þú þarft að vera nemandi eða vera með atvinnuleyfi, eða þá giftast Íslendingi.“ Bubbi hjálpar í íslenskunáminu Danielle flutti til Íslands í lok ágúst á síðasta ári. Síðan þá hefur hún stundað nám í Háskóla Íslands en þar lærir hún íslensku sem annað tungumál. Ljóst er að hún hefur náð miklum árangri í náminu á þeim stutta tíma sem hún hefur verið hér því nánast allt viðtalið við hana fór fram á íslensku. Enda segist hún vera mjög dugleg, hún reynir og prófar daglega að tala íslensku. „Ég er líka alltaf að hlusta á íslenska tónlist, sérstaklega á Bubba Morthens. Því þegar hann syngur þá er hann svo skýr með orðin og framburðinn, það er mjög hjálplegt.“ Danielle stundar nám í Háskóla Íslands en þar lærir hún íslensku sem annað mál.Vísir/Vilhelm Greip tækifærið á svellinu Danielle hefur lært meira en bara tungumálið á því að búa á Íslandi í sjö mánuði. Hún hefur einnig náð að temja sér íslenskasta hugarfarið: Þetta reddast. Hún hugsaði það einmitt í síðustu viku þegar hún skrópaði í tíma til að skauta árla morguns á Tjörninni við ráðhús Reykjavíkur. Listir Danielle á skautasvellinu vöktu svo töluverða athygli eftir að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, birti myndband af Danielle að skauta á tjörninni. Kvöldið áður, þegar Danielle var á leið heim til sín eftir söngvöku í Gröndalshúsinu, hafði hún tekið eftir því að tjörnin væri frosin. Hún hugsaði þá með sér hvort hún ætti ekki að skauta á tjörninni morguninn eftir – þrátt fyrir að hún myndi missa af tíma við það. „Þú verður að grípa tækifærin, það er eitt af því sem ég hef lært hérna á Íslandi. Á Íslandi snýst allt um tímasetningar og að grípa fallegu tækifærin þegar þau birtast. Eins og tjörnin, hún er ekki að fara að vera frosin lengi og sólin gæti farið í burtu. Þannig þegar þessi tækifæri birtast þarf að sýna hugrekki til að grípa og nýta þau. Það dugar ekki að sitja bara og bíða þangað til næst.“ Horfir björtum augum til framtíðar Þrátt fyrir að læknirinn hafi sagt við Danielle að hún gæti ekki gert neitt til að láta sér líða betur þá fullyrðir hún að staðan sé allt önnur í dag heldur en fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Mér líður svo miklu betur núna heldur en áður en ég kom hingað. Ég finn líka fyrir svo mikilli gleði, í bland við spennu og þakklæti fyrir að vera hérna að læra og vaxa. Ég vona að þessi gleði sé smitandi,“ segir hún. Danielle segir að ferlið sé búið að vera erfitt síðan hún lenti í slysinu. Hún horfir þó nú björtum augum til framtíðar. „Mér líður eins og ég sé að færast í sömu átt og veðrið. Við erum að fara inn í vorið og það er að verða bjartara, ég er líka að verða betri að innan og bjartari,“ segir hún Danielle segist vera orðin miklu betri eftir að hún kom til Íslands.Vísir/Vilhelm Þá er hún þakklát fyrir móttökurnar sem hún hefur fengið hér á landi: „Fólk á Íslandi er mjög hjálpsamt og vingjarnlegt, mjög hlýtt og alltaf að hjálpa mér að læra íslensku. Það er alltaf að tala við mig á íslensku og sýna mér stuðning. Það er svo dásamlegt.“ Skautaíþróttir Bandaríkin Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Danielle Galietti er uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún lærði list og listasögu í háskólanum í Delaware og fékk meistarapróf í myndlist í Kaliforníu. Hún bjó í Massachusetts þegar hún lenti í vinnuslysi fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Hún rotaðist í slysinu og fékk heilaáverka (e. traumatic brain injury). „Þetta er eins og mjög slæmur heilahristingur,“ segir Danielle í samtali við blaðamann. Læknir Danielle í Bandaríkjunum sagði við hana að það væri í raun ekkert sem hún gæti gert til að flýta fyrir batanum. Það geti tekið allt að sjö ár að komast í fyrra horf eftir slys sem það sem Danielle lenti í. Slær tvær flugur í einu höggi á Íslandi Danielle lét sér þó ekki segjast og ákvað að taka til sinna ráða. Hún las sér til um ýmsar leiðir til að hjálpa batanum og rakst að lokum á eina sem henni leist vel á: Að læra nýtt tungumál. Hún réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hún ákvað að flytja til Íslands, skrá sig í háskóla og læra íslensku. Þannig gæti Danielle líka slegið tvær flugur í einu höggi því hún las einnig að það væri hægt að nota heitt og kalt vatn til að hjálpa taugakerfinu. „Ég kom líka til að taka þátt í sundlaugarmenningunni, fer í köldu og heitu pottana og syndi,“ segir hún. „Ég hjálpa heilanum mínum með skóla og svo hjálpa ég líkamanum mínum með því að fara í sund.“ Þá eru íslensku veturnir sérstaklega hentugir Danielle þar sem hún er mjög ljósnæm eftir slysið: „Ég elska veturna á Íslandi, þeir eru fullkomnir fyrir mig,“ segir hún og bætir við að hún hafi náð að sofa mikið og hvíla sig í vetur. Henni fannst líka gott að geta farið út á daginn án þess að vera í mikilli birtu. Dró vini sína til Íslands í hruninu Það eru þó fleiri tungumál í heiminum sem eru erfið og fleiri lönd sem hafa sundlaugar. Það var ekki það eina sem dró Danielle hingað til lands. Hún hefur nefnilega komið hingað áður, árið 2009. Þá hafði hún sannfært vini sína um að fara í vetrarfrí til Íslands í staðinn fyrir hefðbundið vetrarfrí eftir að hafa séð kvikmyndina Nói albínói. „Ég virkilega elskaði myndina. Söguþráðurinn, tónlistin og listin, hún var svo frábrugðin bandarískum kvikmyndum.“ Danielle heillaðist af Íslandi eftir að hafa séð Nóa albínóaKvikmyndavefurinn Eftir að Danielle sá íslensku myndina fór hún að leita að flugferðum til landsins. Þær voru þó helst til dýrar fyrir hennar smekk. Í kjölfar fjármálahrunsins varð svo ódýrara að koma hingað frá Bandaríkjunum. Þá ákvað Danielle að slá til og dró hún vini sína með sér til Íslands. „Allir hérna tóku okkur opnum örmum. Ég varð ástfangin af landinu og mér leið eins og ég væri heima hjá mér,“ segir Danielle sem komst svo síðar að því að hún hafði aðra tengingu við landið. Afi hennar hafði nefnilega komið hingað með bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Nú, 14 árum síðar, getur Danielle loksins kallað Ísland heimilið sitt – að minnsta kosti á meðan hún er í námi. „Mig langar að vera hérna lengi, mig langar að vera hérna að eilífu. Það er erfitt fyrir Bandaríkjamenn því við getum ekki bara komið hingað, þú þarft að vera nemandi eða vera með atvinnuleyfi, eða þá giftast Íslendingi.“ Bubbi hjálpar í íslenskunáminu Danielle flutti til Íslands í lok ágúst á síðasta ári. Síðan þá hefur hún stundað nám í Háskóla Íslands en þar lærir hún íslensku sem annað tungumál. Ljóst er að hún hefur náð miklum árangri í náminu á þeim stutta tíma sem hún hefur verið hér því nánast allt viðtalið við hana fór fram á íslensku. Enda segist hún vera mjög dugleg, hún reynir og prófar daglega að tala íslensku. „Ég er líka alltaf að hlusta á íslenska tónlist, sérstaklega á Bubba Morthens. Því þegar hann syngur þá er hann svo skýr með orðin og framburðinn, það er mjög hjálplegt.“ Danielle stundar nám í Háskóla Íslands en þar lærir hún íslensku sem annað mál.Vísir/Vilhelm Greip tækifærið á svellinu Danielle hefur lært meira en bara tungumálið á því að búa á Íslandi í sjö mánuði. Hún hefur einnig náð að temja sér íslenskasta hugarfarið: Þetta reddast. Hún hugsaði það einmitt í síðustu viku þegar hún skrópaði í tíma til að skauta árla morguns á Tjörninni við ráðhús Reykjavíkur. Listir Danielle á skautasvellinu vöktu svo töluverða athygli eftir að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, birti myndband af Danielle að skauta á tjörninni. Kvöldið áður, þegar Danielle var á leið heim til sín eftir söngvöku í Gröndalshúsinu, hafði hún tekið eftir því að tjörnin væri frosin. Hún hugsaði þá með sér hvort hún ætti ekki að skauta á tjörninni morguninn eftir – þrátt fyrir að hún myndi missa af tíma við það. „Þú verður að grípa tækifærin, það er eitt af því sem ég hef lært hérna á Íslandi. Á Íslandi snýst allt um tímasetningar og að grípa fallegu tækifærin þegar þau birtast. Eins og tjörnin, hún er ekki að fara að vera frosin lengi og sólin gæti farið í burtu. Þannig þegar þessi tækifæri birtast þarf að sýna hugrekki til að grípa og nýta þau. Það dugar ekki að sitja bara og bíða þangað til næst.“ Horfir björtum augum til framtíðar Þrátt fyrir að læknirinn hafi sagt við Danielle að hún gæti ekki gert neitt til að láta sér líða betur þá fullyrðir hún að staðan sé allt önnur í dag heldur en fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Mér líður svo miklu betur núna heldur en áður en ég kom hingað. Ég finn líka fyrir svo mikilli gleði, í bland við spennu og þakklæti fyrir að vera hérna að læra og vaxa. Ég vona að þessi gleði sé smitandi,“ segir hún. Danielle segir að ferlið sé búið að vera erfitt síðan hún lenti í slysinu. Hún horfir þó nú björtum augum til framtíðar. „Mér líður eins og ég sé að færast í sömu átt og veðrið. Við erum að fara inn í vorið og það er að verða bjartara, ég er líka að verða betri að innan og bjartari,“ segir hún Danielle segist vera orðin miklu betri eftir að hún kom til Íslands.Vísir/Vilhelm Þá er hún þakklát fyrir móttökurnar sem hún hefur fengið hér á landi: „Fólk á Íslandi er mjög hjálpsamt og vingjarnlegt, mjög hlýtt og alltaf að hjálpa mér að læra íslensku. Það er alltaf að tala við mig á íslensku og sýna mér stuðning. Það er svo dásamlegt.“
Skautaíþróttir Bandaríkin Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira