Deila vegna hundaleikfangs, viskís og hundaskíts ratar til Hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 16:59 Flaska af Jack Daniels annars vegar og hið umdeilda hundaleikfang hins vegar. Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að viskíflaskan er vinstra megin. AP/Jessica Gresko Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál Jack Daniels gegn framleiðendum hundaleikfangs sem lítur út eins og viskíflöskur. Lögmenn brugghússins segja hundaleikfangið tengja viskíið við hundaskít. Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda. Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda.
Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira