Segir engar raunverulegar aðgerðir til að draga úr losun á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 09:44 Auður segir skjóta skökku við að umhverfisráðherra veiti milljarða styrk til bílaleiga í stað þess að stöðva innflutning á bensín- og dísilbílum. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin hefur ekki komið fram með neinar aðgerðir til að hamla innkaupum á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Það skjóti skökku við að veita bílaleigum milljarð í styrk til að kaupa rafmagnsbíla í stað þess að stöðva innflutning á bensín- og dísilbílum. Bílaleigurnar fá milljarð á þessu ári frá umhverfisráðuneytinu til að kaupa nýja rafmagnsbíla. Margir hafa klórað sér í hausnum vegna þessa. Málið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum í vikunni, ekki síst vegna breytinga á lögum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til rafbílakaupenda en hann hefur verið lækkaður og er þetta síðasta árið sem endurgreiðslur verða í boði nema lögum verði breytt. Þá stendur endurgreiðslan aðeins 20 þúsund kaupendum til boða og gert er ráð fyrir að hámarksfjöldanum verði náð um mitt ár. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna sú ráðstöfun umhverfisráðherra um styrk til handa bílaleigum til að kaupa rafmagnsbíla er góð ráðstöfun?— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) March 20, 2023 Það er ekki einu sinni 1. apríl. Hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að af öllum atvinnugreinum landsins, þá þurfi bílaleigur milljarð í ríkisstuðning???— Oskar Audunsson (@oskarhaf) March 19, 2023 Minnkum tíðni Strætó í Kraganum og fellum niður Næturstrætó þar, tökum aftur upp samgöngusáttmálann til þess eins að minnka umfang Borgarlínunnar og minnka kosnað, styrkjum bílaleigur um milljarða á sama tíma. Þetta er ekki það sem Höfuðborgarsvæðið þarf á að halda.— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) March 21, 2023 Hérna, af hverju þarf að styrkja bílaleigur í því að kaupa rafmagnsbíla? Það hafa aldrei verið fleiri ferðamenn hérna og einhverjar eru væntanlega tekjurnar.Það er líka ekki eins og þessi fyrirtæki hafi ekki verið styrkt af ríkinu (okkur).https://t.co/wGeWJTh2Ak— Samúel Karl Ólason (@Sameold_) March 21, 2023 Ríkisstjórn sem niðurgreiðir bílakaup fyrir bílaleigur en snertir ekki á losun frá votlendi, flugi eða kjötneyslu né gerir nokkuð til að draga úr bílaumferð er einfaldlega ekki að standa sig í umhverfismálum.— Hjalti Már Björnsson (@hjaltimb) March 22, 2023 „Okkur finnst svolítið skrítið, að vera að veita svona miklu fé beint til einkafyrirtækja sem fengu heilmikið af styrkjum í sambandi við Covid,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Þetta skjóti skökku við þar sem bæði komi fram í samgöngusáttmálanum og ríkisstjórnarsáttmála að efla eigi almenningssamgöngur, bæta við innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til orkuskipta. „Ríkisstjórnin hefur ekki lagt til neinar raunverulegar aðgerðir sem hamla innkaupum á bensín- og dísilbílum, sem væri þá til dæmis að hækka tolla verulega á þá eða hreinlega taka af skarið með það að innflutningur á bensín- og dísilbílum verði bannaður einhvern tíma fyrir 2030,“ segir Auður. Þá sé þessi skortur á aðgerðum sé sérstaklega ógnvekjandi í ljósi svartrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út á mánudag. Þar segir að mannkynið þurfi að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef standast á markmið um að takmarka hlýnun á öldinni við eina og hálfa gráðu. Ríkisstjórnin þurfi að grípa til drastískra aðgerða. „Þá erum við að tala um að fjölga ekki ferðamönnum, aðgerðir í landbúnaði, aðgerðir í öðrum stórum iðnaði. Það fer ekkert fyrir þeim, engum raunverulegum aðgerðum til að draga úr losun annað en að auka rafmagnsframleiðslu,“ segir Auður. Umhverfismál Loftslagsmál Bílaleigur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Bílaleigurnar fá milljarð á þessu ári frá umhverfisráðuneytinu til að kaupa nýja rafmagnsbíla. Margir hafa klórað sér í hausnum vegna þessa. Málið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum í vikunni, ekki síst vegna breytinga á lögum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til rafbílakaupenda en hann hefur verið lækkaður og er þetta síðasta árið sem endurgreiðslur verða í boði nema lögum verði breytt. Þá stendur endurgreiðslan aðeins 20 þúsund kaupendum til boða og gert er ráð fyrir að hámarksfjöldanum verði náð um mitt ár. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna sú ráðstöfun umhverfisráðherra um styrk til handa bílaleigum til að kaupa rafmagnsbíla er góð ráðstöfun?— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) March 20, 2023 Það er ekki einu sinni 1. apríl. Hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að af öllum atvinnugreinum landsins, þá þurfi bílaleigur milljarð í ríkisstuðning???— Oskar Audunsson (@oskarhaf) March 19, 2023 Minnkum tíðni Strætó í Kraganum og fellum niður Næturstrætó þar, tökum aftur upp samgöngusáttmálann til þess eins að minnka umfang Borgarlínunnar og minnka kosnað, styrkjum bílaleigur um milljarða á sama tíma. Þetta er ekki það sem Höfuðborgarsvæðið þarf á að halda.— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) March 21, 2023 Hérna, af hverju þarf að styrkja bílaleigur í því að kaupa rafmagnsbíla? Það hafa aldrei verið fleiri ferðamenn hérna og einhverjar eru væntanlega tekjurnar.Það er líka ekki eins og þessi fyrirtæki hafi ekki verið styrkt af ríkinu (okkur).https://t.co/wGeWJTh2Ak— Samúel Karl Ólason (@Sameold_) March 21, 2023 Ríkisstjórn sem niðurgreiðir bílakaup fyrir bílaleigur en snertir ekki á losun frá votlendi, flugi eða kjötneyslu né gerir nokkuð til að draga úr bílaumferð er einfaldlega ekki að standa sig í umhverfismálum.— Hjalti Már Björnsson (@hjaltimb) March 22, 2023 „Okkur finnst svolítið skrítið, að vera að veita svona miklu fé beint til einkafyrirtækja sem fengu heilmikið af styrkjum í sambandi við Covid,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Þetta skjóti skökku við þar sem bæði komi fram í samgöngusáttmálanum og ríkisstjórnarsáttmála að efla eigi almenningssamgöngur, bæta við innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til orkuskipta. „Ríkisstjórnin hefur ekki lagt til neinar raunverulegar aðgerðir sem hamla innkaupum á bensín- og dísilbílum, sem væri þá til dæmis að hækka tolla verulega á þá eða hreinlega taka af skarið með það að innflutningur á bensín- og dísilbílum verði bannaður einhvern tíma fyrir 2030,“ segir Auður. Þá sé þessi skortur á aðgerðum sé sérstaklega ógnvekjandi í ljósi svartrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út á mánudag. Þar segir að mannkynið þurfi að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef standast á markmið um að takmarka hlýnun á öldinni við eina og hálfa gráðu. Ríkisstjórnin þurfi að grípa til drastískra aðgerða. „Þá erum við að tala um að fjölga ekki ferðamönnum, aðgerðir í landbúnaði, aðgerðir í öðrum stórum iðnaði. Það fer ekkert fyrir þeim, engum raunverulegum aðgerðum til að draga úr losun annað en að auka rafmagnsframleiðslu,“ segir Auður.
Umhverfismál Loftslagsmál Bílaleigur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24
Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02