Segir engar raunverulegar aðgerðir til að draga úr losun á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 09:44 Auður segir skjóta skökku við að umhverfisráðherra veiti milljarða styrk til bílaleiga í stað þess að stöðva innflutning á bensín- og dísilbílum. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin hefur ekki komið fram með neinar aðgerðir til að hamla innkaupum á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Það skjóti skökku við að veita bílaleigum milljarð í styrk til að kaupa rafmagnsbíla í stað þess að stöðva innflutning á bensín- og dísilbílum. Bílaleigurnar fá milljarð á þessu ári frá umhverfisráðuneytinu til að kaupa nýja rafmagnsbíla. Margir hafa klórað sér í hausnum vegna þessa. Málið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum í vikunni, ekki síst vegna breytinga á lögum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til rafbílakaupenda en hann hefur verið lækkaður og er þetta síðasta árið sem endurgreiðslur verða í boði nema lögum verði breytt. Þá stendur endurgreiðslan aðeins 20 þúsund kaupendum til boða og gert er ráð fyrir að hámarksfjöldanum verði náð um mitt ár. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna sú ráðstöfun umhverfisráðherra um styrk til handa bílaleigum til að kaupa rafmagnsbíla er góð ráðstöfun?— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) March 20, 2023 Það er ekki einu sinni 1. apríl. Hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að af öllum atvinnugreinum landsins, þá þurfi bílaleigur milljarð í ríkisstuðning???— Oskar Audunsson (@oskarhaf) March 19, 2023 Minnkum tíðni Strætó í Kraganum og fellum niður Næturstrætó þar, tökum aftur upp samgöngusáttmálann til þess eins að minnka umfang Borgarlínunnar og minnka kosnað, styrkjum bílaleigur um milljarða á sama tíma. Þetta er ekki það sem Höfuðborgarsvæðið þarf á að halda.— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) March 21, 2023 Hérna, af hverju þarf að styrkja bílaleigur í því að kaupa rafmagnsbíla? Það hafa aldrei verið fleiri ferðamenn hérna og einhverjar eru væntanlega tekjurnar.Það er líka ekki eins og þessi fyrirtæki hafi ekki verið styrkt af ríkinu (okkur).https://t.co/wGeWJTh2Ak— Samúel Karl Ólason (@Sameold_) March 21, 2023 Ríkisstjórn sem niðurgreiðir bílakaup fyrir bílaleigur en snertir ekki á losun frá votlendi, flugi eða kjötneyslu né gerir nokkuð til að draga úr bílaumferð er einfaldlega ekki að standa sig í umhverfismálum.— Hjalti Már Björnsson (@hjaltimb) March 22, 2023 „Okkur finnst svolítið skrítið, að vera að veita svona miklu fé beint til einkafyrirtækja sem fengu heilmikið af styrkjum í sambandi við Covid,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Þetta skjóti skökku við þar sem bæði komi fram í samgöngusáttmálanum og ríkisstjórnarsáttmála að efla eigi almenningssamgöngur, bæta við innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til orkuskipta. „Ríkisstjórnin hefur ekki lagt til neinar raunverulegar aðgerðir sem hamla innkaupum á bensín- og dísilbílum, sem væri þá til dæmis að hækka tolla verulega á þá eða hreinlega taka af skarið með það að innflutningur á bensín- og dísilbílum verði bannaður einhvern tíma fyrir 2030,“ segir Auður. Þá sé þessi skortur á aðgerðum sé sérstaklega ógnvekjandi í ljósi svartrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út á mánudag. Þar segir að mannkynið þurfi að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef standast á markmið um að takmarka hlýnun á öldinni við eina og hálfa gráðu. Ríkisstjórnin þurfi að grípa til drastískra aðgerða. „Þá erum við að tala um að fjölga ekki ferðamönnum, aðgerðir í landbúnaði, aðgerðir í öðrum stórum iðnaði. Það fer ekkert fyrir þeim, engum raunverulegum aðgerðum til að draga úr losun annað en að auka rafmagnsframleiðslu,“ segir Auður. Umhverfismál Loftslagsmál Bílaleigur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Bílaleigurnar fá milljarð á þessu ári frá umhverfisráðuneytinu til að kaupa nýja rafmagnsbíla. Margir hafa klórað sér í hausnum vegna þessa. Málið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum í vikunni, ekki síst vegna breytinga á lögum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til rafbílakaupenda en hann hefur verið lækkaður og er þetta síðasta árið sem endurgreiðslur verða í boði nema lögum verði breytt. Þá stendur endurgreiðslan aðeins 20 þúsund kaupendum til boða og gert er ráð fyrir að hámarksfjöldanum verði náð um mitt ár. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna sú ráðstöfun umhverfisráðherra um styrk til handa bílaleigum til að kaupa rafmagnsbíla er góð ráðstöfun?— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) March 20, 2023 Það er ekki einu sinni 1. apríl. Hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að af öllum atvinnugreinum landsins, þá þurfi bílaleigur milljarð í ríkisstuðning???— Oskar Audunsson (@oskarhaf) March 19, 2023 Minnkum tíðni Strætó í Kraganum og fellum niður Næturstrætó þar, tökum aftur upp samgöngusáttmálann til þess eins að minnka umfang Borgarlínunnar og minnka kosnað, styrkjum bílaleigur um milljarða á sama tíma. Þetta er ekki það sem Höfuðborgarsvæðið þarf á að halda.— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) March 21, 2023 Hérna, af hverju þarf að styrkja bílaleigur í því að kaupa rafmagnsbíla? Það hafa aldrei verið fleiri ferðamenn hérna og einhverjar eru væntanlega tekjurnar.Það er líka ekki eins og þessi fyrirtæki hafi ekki verið styrkt af ríkinu (okkur).https://t.co/wGeWJTh2Ak— Samúel Karl Ólason (@Sameold_) March 21, 2023 Ríkisstjórn sem niðurgreiðir bílakaup fyrir bílaleigur en snertir ekki á losun frá votlendi, flugi eða kjötneyslu né gerir nokkuð til að draga úr bílaumferð er einfaldlega ekki að standa sig í umhverfismálum.— Hjalti Már Björnsson (@hjaltimb) March 22, 2023 „Okkur finnst svolítið skrítið, að vera að veita svona miklu fé beint til einkafyrirtækja sem fengu heilmikið af styrkjum í sambandi við Covid,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Þetta skjóti skökku við þar sem bæði komi fram í samgöngusáttmálanum og ríkisstjórnarsáttmála að efla eigi almenningssamgöngur, bæta við innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til orkuskipta. „Ríkisstjórnin hefur ekki lagt til neinar raunverulegar aðgerðir sem hamla innkaupum á bensín- og dísilbílum, sem væri þá til dæmis að hækka tolla verulega á þá eða hreinlega taka af skarið með það að innflutningur á bensín- og dísilbílum verði bannaður einhvern tíma fyrir 2030,“ segir Auður. Þá sé þessi skortur á aðgerðum sé sérstaklega ógnvekjandi í ljósi svartrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út á mánudag. Þar segir að mannkynið þurfi að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef standast á markmið um að takmarka hlýnun á öldinni við eina og hálfa gráðu. Ríkisstjórnin þurfi að grípa til drastískra aðgerða. „Þá erum við að tala um að fjölga ekki ferðamönnum, aðgerðir í landbúnaði, aðgerðir í öðrum stórum iðnaði. Það fer ekkert fyrir þeim, engum raunverulegum aðgerðum til að draga úr losun annað en að auka rafmagnsframleiðslu,“ segir Auður.
Umhverfismál Loftslagsmál Bílaleigur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24
Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02