Opið bréf til Heimildarinnar Frosti Logason skrifar 23. mars 2023 08:01 Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. Edda vakti fyrst athygli þegar hún steig fram sem þolandi kynbundins áreitis sem hún sagðist hafa orðið fyrir þegar hún lifði og hrærðist í viðskiptalífi Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum. Sagðist hún hafa legið undir ámælum og niðrandi athugasemdum frá samstarfsmönnum í stórum virtum banka, vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði með verðbréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upplifað sömu framkomu þegar hún vann í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma. Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist. Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér. Í ljósi alls þessa, er þá ekki vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins er til þess að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu? Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta? Sjálfur tel ég að lesendur ykkar og aðrir eigi rétt á svörum við þessum spurningum. Virðingarfyllst, Frosti Logason Höfundur er hlaðvarpsstjóri og félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. Edda vakti fyrst athygli þegar hún steig fram sem þolandi kynbundins áreitis sem hún sagðist hafa orðið fyrir þegar hún lifði og hrærðist í viðskiptalífi Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum. Sagðist hún hafa legið undir ámælum og niðrandi athugasemdum frá samstarfsmönnum í stórum virtum banka, vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði með verðbréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upplifað sömu framkomu þegar hún vann í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma. Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist. Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér. Í ljósi alls þessa, er þá ekki vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins er til þess að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu? Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta? Sjálfur tel ég að lesendur ykkar og aðrir eigi rétt á svörum við þessum spurningum. Virðingarfyllst, Frosti Logason Höfundur er hlaðvarpsstjóri og félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun