Boris segir samkomurnar hafa verið nauðsynlegar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2023 00:15 Johnson sat fyrir svörum hjá þingnefnd í dag. AP Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í dag. Þar sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar. Rannsóknarnefnd hefur rannsakað veisluhöld í Downingstræti árin 2020 og 2021 sem vakti mikla reiði meðal landsmanna, enda á þeim tíma sem samkomubann var í gildi í Bretlandi. Nefndin mun kveða upp úrskurð eða ákveða refsiaðgerðir vegna málsins í sumar. Niðurstaða nefndarinnar verður svo til umræðu í neðri deild breska þingsins. Annars vegar er um að ræða kveðjuviðburð 13. nóvember 2020 þar sem á milli 20 og 30 manns komu saman. Þar hélt Johnson sjálfur ræðu fyrir gesti en nokkrum dögum fyrr kynnti hann samkomutakmarkanir fyrir þjóð sína þar sem gert var ráð fyrir að einungis tveir mættu koma saman. Þessi mynd er á meðal gagna sem lögð voru fram í málinu. Þar sést Johnson skála við gesti 13. nóvember 2020. afp Johnson sagði þennan viðburð nauðsynlegan þar sem virtur starfsmaður hafi verið kvaddur og mikilvægt fyrir hann sjálfan að vera á staðnum. Á þeim þremur tímum sem Johnson sat fyrir svörum nefndarinnar átti hann í orðaskiptum við Bernard Jenkin, þingmann Íhaldsflokksins, sem minnti Johnson á að hvergi í viðmiðum stjórnarinnar væri minnst á að kveðjusamkomur væru nauðsynlegar. Síðar í yfirheyrslunum var Johnson spurður hvort einhver hafi fullvissað hann um að engar reglur væru brotnar með veisluhöldunum. Jafnframt hvort hann hafi fengið álit lögfræðinga, en Johnson sagði svo ekki hafa verið. Ráðgjafar hans hafi fullvissað hann um að allt hafi verið eftir settum reglum, og hann hafi treyst þeim. Þá var afmælisveisla Johnson, sem haldin var í júní 2020, til umræðu. Hann sagði þann viðburð einnig hafa verið tengd vinnu en lögreglan í Bretlandi setkaði Johnson vegna afmælisveislunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Rannsóknarnefnd hefur rannsakað veisluhöld í Downingstræti árin 2020 og 2021 sem vakti mikla reiði meðal landsmanna, enda á þeim tíma sem samkomubann var í gildi í Bretlandi. Nefndin mun kveða upp úrskurð eða ákveða refsiaðgerðir vegna málsins í sumar. Niðurstaða nefndarinnar verður svo til umræðu í neðri deild breska þingsins. Annars vegar er um að ræða kveðjuviðburð 13. nóvember 2020 þar sem á milli 20 og 30 manns komu saman. Þar hélt Johnson sjálfur ræðu fyrir gesti en nokkrum dögum fyrr kynnti hann samkomutakmarkanir fyrir þjóð sína þar sem gert var ráð fyrir að einungis tveir mættu koma saman. Þessi mynd er á meðal gagna sem lögð voru fram í málinu. Þar sést Johnson skála við gesti 13. nóvember 2020. afp Johnson sagði þennan viðburð nauðsynlegan þar sem virtur starfsmaður hafi verið kvaddur og mikilvægt fyrir hann sjálfan að vera á staðnum. Á þeim þremur tímum sem Johnson sat fyrir svörum nefndarinnar átti hann í orðaskiptum við Bernard Jenkin, þingmann Íhaldsflokksins, sem minnti Johnson á að hvergi í viðmiðum stjórnarinnar væri minnst á að kveðjusamkomur væru nauðsynlegar. Síðar í yfirheyrslunum var Johnson spurður hvort einhver hafi fullvissað hann um að engar reglur væru brotnar með veisluhöldunum. Jafnframt hvort hann hafi fengið álit lögfræðinga, en Johnson sagði svo ekki hafa verið. Ráðgjafar hans hafi fullvissað hann um að allt hafi verið eftir settum reglum, og hann hafi treyst þeim. Þá var afmælisveisla Johnson, sem haldin var í júní 2020, til umræðu. Hann sagði þann viðburð einnig hafa verið tengd vinnu en lögreglan í Bretlandi setkaði Johnson vegna afmælisveislunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira